rain

3°C

Ísafjörður

snow

-0°C

Hornbjargsviti

Um Okkur

Borea er leiðsögufyrirtæki á Ísafirði sem býður upp á ævintýraferðir á Vestfjörðum

Borea er ekki bara fyrirtæki. Það er lífstíll.

Stofnendur Borea sáu mikil tækifæri í umhverfinu sem þeir ólust upp í. Tækifæri til útivistar í sátt við náttúruna en samt hafði mjög lítið verið gert til að nýta þá möguleika. Hugmyndin var að fyrst að við höfðum gaman að því að þvælast um fjöll og firnindi, róa og sigla um firðina, þá hlytu fleiri að gera það. Þannig fæddist hugmyndin. 

Borea var stofnað árið 2006 og einblínir bæði á stuttar dagsferðir og lengri ferðir um norðanverða Vestfirði en einnig sérsniðna leiðangra á fjarlægari slóðir.

Eigendur og stjórnendur eru sjómenn, klifrarar, skíða- og sjókajakfólk sem sækir innblástur í nærumhverfið og villta náttúru Vestfjarða.

Allir leiðsögumenn okkar eru með sterkan bakgrunn í sinni útivist og margir hverjir með háskólamenntun í náttúruvísindum og því ljóst að gestum okkar mun aldrei leiðast. Við leggjum mikið upp úr því að nýta okkar þekkingu á svæðinu til að gera upplifun gesta okkar sem sterkasta, hvort sem ferðast er um á kajökum, tveimur jafnfljótum, skíðum eða hjólum. 

Borea er stjórnað af Rúnari Karlssyni og Nanný Örnu Guðmundsdóttur. Þau eru bæði fædd og uppalin á Ísafirði og þekkja Vestfirðina út og inn. 

Sagan okkar

Sagan okkar frá upphafi. Sigrarnir væru ekki jafn frábærir ef ekki væri fyrir allar áskoranirnar og hindranirnar sem við höfum þurft að tækla.

Borea fjölskyldan

Viltu kynnast okkur aðeins betur? Við erum héðan og þaðan!

Okkar stefna

Berum virðingu fyrir náttúrunni, forgangsröðum auðlindum úr heimabyggð, bjóðum upp á bestu ferðirnar, veitum öðrum innblástur


Það sem við höfum verið að bralla

Margt getur gerst úti í náttúrunni. Fylgstu með ferðum, aðstæðum og fleira.

 
Iceland, Hills, River, Borea Adventures