Borea Adventures býður upp á daglegar bátsferðir til Hornstranda yfir sumartímann. Við erum með tvo báta í áætlunarsiglingum yfir sumrin. Þeir eru báðir gerðir fyrir örugga og þægilega sjóferð.
Vinsamlegast athugið að tímar í töflunni hér að neðan eru brottfarartímar frá Ísafirði en ekki brottfarartímar frá öðrum áfangastöðum þegar farið er til baka til Ísafjarðar
Áfangastaðir | Verð (ISK)* | Mánud. | Þriðjud. | Miðvikud. | Fimmtud. | Föstud. | Laugard. | Sunnud. |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Aðalvík | 13.000 | 9:00 | 9:00 | |||||
Veiðileysufjörður | 13.000 |
16:00 | 9:00
16:00 | 9:00
| 9:0016:00 | 9:00
16:00 |
16:00 | 9:00
16:00 |
Hesteyri | 13.000 |
16:00 | 9:00 | 9:00
16:00 | 9:00 |
16:00 |
16:00 | 9:0016:00 |
Grunnavík | 13.000
| 16:00 | 16:00 | 16:00 | ||||
Hornvík | 17.500 | 9:00 | 9:00 |
Sif er stærsti báturinn í flotanum okkar. Hún var byggð í Noregi árið 1986. Sif fór í allsherjar yfirhalningu árið 2016, þar sem
settar voru í nýjar vélar, ný sæti og brúnni breytt. Hún hefur reynst okkur mjög vel og það fer einstaklega vel um
alla gesti um borð.
Bjarmi er minni báturinn okkar. Hann var byggður árið 2016 í Noregi. Báturinn tekur 20 farþega og við notum hann í
sérferðir og styttri leggi.
Vinsamlegast hafðu samband við okkur ef þú hefur áhuga á að leigja út bátana fyrir hópa eða ef þú finnur ekki bátsferð
sem hentar þínum ferðatillhögun. Taflan sýnir brottfarartíma FRÁ Ísafirði.
Ef þú ert að bóka ferð til baka frá Hornströndum, þarftu að miða við að vera tilbúinn í fjörunni um klukkutíma eftir
að báturinn leggur af stað frá Ísafirði. Þetta á við um alla áfangastaði nema Hornvík, en þar er nóg að vera tilbúinn
í síðasta lagi þrem tímum eftir að báturinn fer frá Ísafirði.
AUKAFARANGUR:
Athugið að við rukkum fyrir aukafarangur. Venjuleg farangursheimild er einn bakpoki á mann, að meðtöldum útilegubúnaði, sem vegur í kringum 20kg. Ef ferðast er yfir lengri tíma með kajak búnað, þungan ljósmyndabúnað o.s.frv. rukkum við 5000kr aukalega fyrir hverja tösku. Að ferðast með hund með sér eru 5000kr aukalega.
*VINSAMLEGAST ATHUGIÐ!
Bátarnir okkar FARA FRÁ Ísafjarðarbryggju á þeim tímum sem koma fram á töflunni hér að ofan. Við getum ekki gefið upp nákvæma tímasetningu á bátnum á ákvörðunarstað þegar bókað er heimferð, þar sem það fer algjörlega eftir því hversu marga áfangastaði báturinn fer á á tilteknum degi, veðurskilyrðum, farangursmagni o.s.frv. Vinsamlegast verið mætt á bryggjuna 20 mín fyrir brottför.
Verðin miðast við aðra leið. Það er sama verð fyrir að fara frá Ísafirði yfir á tiltekinn stað sem og aftur til baka. Ekki hika við að spyrja starfsmenn Borea um tímasetningar á ferðum frá þínum áfangastað.
Ef að báturinn er leigður getur hann beðið eftir þér á ákvörðunarstað sem og á brottfararstað. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst til að fá upplýsingar um verð fyrir sérferðir á mismunandi áfangastaði.
Börn upp að 4 ára aldri ferðast frítt með okkur. Við bjóðum upp á 50% afslátt fyrir börn á aldrinum 4 til 12 ára.
Skútusiglingar ehf | Aðalstræti 17 | 400 Ísafjörður | Kt. 530306-1510 | VAT Number: 110291