Hornstrandafriðlandið er afskekkt svæði, með engum ábúendum, sem nær yfir nyrsta hluta Vestfjarðarkjálkans. Friðlandið nær yfir svæði sem er um það bil 580 ferkílómetrar og er þekkt fyrir stórbrotna náttúrufegurð, harðgerða strandlengju og mikið dýralíf.
Á Hornströndum hefur alltaf verið náin tenging á milli náttúru og mannlífs. Saga íbúa Hornstranda nær alveg aftur til víkingatímans og á þeim tíma bjó þar lítið samfélag bænda og sjómanna. Þó svo hefðbundinn landbúnaður skilaði litlu þá lifði fólk á búfénaði á sumrin en yfir vetrartímann treysti fólk á sjóinn sér til lífsviðurværis. Bröttu sjófuglabjörgin voru einnig matarkista fyrir þá sem voru nógu hæfir til að klifra. Vöruskipti innan byggða voru algeng og voru kaupstaðirnir á Ísafirði og Bolungarvík aðeins einni dagssiglingu í burtu. Komdu með okkur í ferð á norðurodda friðlandsins og dafnaðu þar sem fólk var vant að þrauka. Bókaðu Þrír dagar á eyðislóðum eða Heights and Sights.
Hernaðar afskipti
Það gæti komið mörgum á óvart en á Hornströndum eru leifar tveggja herstöðva. Gestir á svæðinu geta skoðað þessa sögufrægu staði og fengið dýpri skilning á þeim þætti sem Ísland átti í stríðsátaki bandamanna og fórnirnar sem hermennirnir færðu á þessum tíma. Breska herstöðin sem var byggð á seinni heimstyrjöldinni, staðsett á Darra, er hægt að skoða í ferðinni okkar Grænahlíð, en á heiðskýrum degi er líka hægt að sjá þaðan bandarísku Straumnes Air Base sem var byggð árið 1954-56.
Nýlegri saga
Hvenær og hvers vegna flutti fólk í burtu?
Ábúendur Hornstranda fluttu í burtu á árunum 1940 til 1950 vegna yfirgripsmikilla samfélagsbreytinga á Íslandi. Störf sem erlendar herstöðvar buðu upp á, á suðurhéruðum Íslands, laðaði að íbúa í leit að vinnu sem var greidd með peningum. Þesslags vinna bauð upp á auð á milli kynslóða frekar en að treysta á fiskveiðar og vöruskipti.
Hvænær var svæðið friðlýst?
Um miðja 20. öld fóru íslensk stjórnvöld að skoða svæðið fyrir hugsanlega uppbyggingu, meðal annars plön um byggingu á stíflu og vatnsaflsstöðvar. Vegna mótmæla umhverfissinna var hins vegar hætt við þessar áætlanir og árið 1975 voru Hornstrandir friðlýstar.
Hvernig eru Hornstrandir nýttar í dag?
Hornstrandir eru vinsæll áfangastaður fyrir göngufólk, fuglaskoðara og náttúru áhugafólks. Þrátt fyrir vinsældir svæðisins eru Hornstrandir tiltölulega ósnert af ferðamönnum og einangruð. Gestir eru hvattir til að virða náttúrufegurðina og viðkvæmt lífríki friðlandsins. Með því að gera það, hjálpa þau til við að varðveita þennan einstaka sjarma sem svæðið hefur og tryggja að komandi kynslóðir geti haldið áfram að njóta óspilltrar náttúrunnar þar.
Jarðfræði og landslag
Umhverfisstofnun: Jökulfirðir eru umluktir fjöllum og þar sést vel hvernig svæðið hefur byggst upp af röð eldgosa þar sem hraunlög eru vel sýnileg og setlög á milli. Jarðlögin eru hluti af blágrýtismynduninni sem er um 12-15 milljón ára gömul og eru ein hin elsu á landinu. Fjöldi bergganga skerst í gegnum hraunlagastaflann og mynda víða stórkostlega dranga og bríkur. Sjávarrof einkennir landmótun á Hornströndum en í Jökulfjörðum eru ummerki eftir jökulrof einkennandi.
Gróðurfar
Umhverfisstofnun: Gróðurfar á Hornströndum er sérstakt, annars vegar vegna þess að veðurfar þar líkist því sem gerist á heimskautasvæðum og hins vegar vegna þess að ekki hefur verið beit á svæðinu í hálfa til heila öld. Snjóalög eru oft mikil og samfelld og verja gróðurinn vel fyrir frosthörku yfir vetrartímann. Það leysingavatn sem streymir síðan úr snjóalögunum veldur því að jarðvegurinn er rakur allt sumarið. Af þessu leiðir að vaxtarskilyrði fyrir ýmsar plöntutegundir eru góð og finnast því einstök blómlendi innan friðlandsins. Flóran er fjölbreytt og skráðar hafa verið 260 tegundir æðplantna innan friðlands. Samfelldur gróður nær ekki nema upp í 300-400m hæð en ekki er minni fegurð fólgin í smávöxnum fjallajurtum eins og jöklasóley, en hávöxnu stóði af burnirót, hvönn og blágresi. Þá á einnig nefna baunagras og blálilju í fjörum.
Dýralíf
Umhverfisstofnun: Innan friðlandsins eru sjö alþjóðleg mikilvæg fuglasvæði sem öll eru sjófuglabyggðir: Grænahlíð, Ritur, Kögur, Kjalarárnúpur, Hælavíkurbjarg, Hornbjarg og Smiðjuvíkurbjarg. Í friðlandinu er einnig að finna mikið af æðar- og andfugli en Hornstrandir eru mikilvægt fjaðrafellisvæði æðarfugla auk þess sem hluti friðlandsins er vetrardvalarstaður straumanda. Fleiri tegundir eins og sendling, snjótittling og þúfutittling er algengt að sjá og einnig verpa hafernir, fálkar og smyrlar innan friðlandsins. Stöðuvötn eru fá svo lítið er um vatnafugla en þó má finna lóma, stokkendur, álftir og óðinshana. Af spendýrum er refurinn mest áberandi og er hann alfriðaður. Heimskautarefurinn er skráður í II. viðauka Bernarsamningsins og er tegundin friðuð í Evrópu. Friðlandið er eitt helsta griðland refa í álfunni. Fjöldi ferðamanna heimsækir friðlandið til að sjá og taka myndir af villtum heimskautarefum, bæði sumar og vetur. Rannsóknir hafa verið gerðar á refum, lífsháttum hans og áhrifum ferðamanna á hegðun hans og afkomu. Þær hafa sýnt fram á að ferðamennska getur í sumum tilfellum haft neikvæð áhrif á afkomu refa. Af öðrum spendýrum innan friðlandsins má nefna að hagamýs eru þar algengar og við ströndina má gjarnan sjá seli, bæði landsel og útsel.