cloudy

3°C

Ísafjörður

cloudy

1°C

Hornbjargsviti

Erfiðleikastig ferða

Ferðirnar okkar eru með erfiðleikastig til að hjálpa þér að velja þá ferð sem að hentar þér best. Til að auðvelda þér valið höfum við skrifað niður upplýsingar um hvert erfiðleikastig og hvað þú getur búist við í þeim ferðum.

Þessi erfiðleikastig ættu ekki að vera tekin sem heilögum sannleik, þar sem þú gætir verið að upplifa landslag eða veðurskilyrði sem þú hefur aldrei verið í áður. Því er erfitt fyrir okkur að áætla hvað allir geta áorkað, þar sem við upplifum aðstæður mismunandi. Sjókajak er sérstaklega óútreiknanlegur. Það getur verið mikill munur á að róa sömu vegalengd á rólegum degi í logni og að róa á vindasömum degi.

Flokkun ferða er einungis til viðmiðunar. Við treystum því að þú munir áætla þína eigin getu af skynsemi.

Auðvelt

Kajak – Auðveld ferð sem flestir ættu að geta tæklað. Hentar þeim sem geta róið í tvo tíma á rólegum hraða með mörgum pásum. Sjólag er að mestu rólegt, engar öldur og nánast enginn vindur. Engin kajak reynsla nauðsynleg.

Miðlungs

Kajak – Hentar þeim sem eru í ágætu formi. Þurfa að geta róið í 4-5 tíma á þokkalegum hraða, með pásum. Það gæti orðið einhver undiralda, litlar öldur og hægur andvari. Nokkur reynsla er nauðsynleg.

Ganga – Ferð fyrir þá sem geta gengið í 4-5 tíma á rólegum hraða. Hækkun verður mest 400m. Landslagið er mest megnis auðvelt yfirferðar annars eitthvað af lausu grjóti og snjó. Verður að geta borið lítinn bakpoka á bakinu með nesti, regnfötum o.s.frv.

Krefjandi

Kajak – Ferðin hentar þeim sem geta róið í allt að 7-8 tíma á góðum hraða. Það gæti orðið einhverjar undiröldur, öldur og þú gætir þurft að róa í miklum vind. Reynsla er nauðsynleg í þessum ferðum.

Ganga – Ferðin hentar þeim sem geta gengið í 5-7 tíma á góðum hraða. Landslagið gæti verið langur kafli með lausu grjóti, mjúku undirlagi eða snjó og einhver partur af ferðinni gæti verið út af slóð. Hækkun gæti orðið allt að 600m. Margir dagar (eftir því hvaða ferð er valin). Verður að geta borið miðlungs stóran bakpoka á bakinu.

Erfið

Kajak –Ferðin inniheldur marga erfiða daga þar sem róið verður í allt að 7–8 tíma á dag. Mögulega tjaldað í náttúrunni. Berskjöldun fyrir opnu hafi, stórum undiröldum og öldum. Gæti þurft að lenda bátnum í grýttri fjörunni. Töluverð kajak reynsla er nauðsynleg í þessum ferðum.

Ganga –Ferðin inniheldur marga erfiða daga þar sem gengið verður um fjöll. Verður að geta borið bakpoka með tjaldi, svefn- og eldunargræjum og mat. Hækkun gæti orðið allt að 600m yfir erfitt landslag, laust grjót, mjúkt undirlag og snjór. Góður partur af leiðinni gæti verið án slóðar.

Iceland, Snow, ski, difficulty, Borea Adventures