cloudy

-3°C

Ísafjörður

cloudy

-1°C

Hornbjargsviti

Our Story

2006

Rúnar og gamli skátaforinginn hans og félagi í allskonar fjallabrölti, Sigurður Jónsson, höfðu verið að velta vöngum yfir því hvernig hægt væri að stofna lítið fyrirtæki sem myndi bjóða fólki að taka þátt í því sem þeim þótti skemmtilegast að gera. Hugmyndin var, að ef þeir höfðu gaman af þessu, þá hlytu fleiri að gera það. Þetta væri bara spurning um að pakka þessu saman á skemmtilegan hátt og kýla á það! Það má segja að svarið við þessari spurningu sigldi til hafnar á Ísafirði síðusmars árið 2005 þegar seglbátur frá Bretlandi með hina víðfrægu kappa Sir Robin Knox-Johnston (sem var fyrstur til að sigla í kringum jörðina einsamall án viðkomu) og gamla fjallagarpinn Sir Chris Bonington innanborðs. Eftir nokkra bjóra um borð og viskí, sagði Robin að við ættum bara að kaupa fjandans bátinn og byrja þar. Og það gerðu þeir!

Fyrstu fjallaskíðaferðir á seglskútu á Íslandi

Fyrsta skíðaferðin í maí 2006 með fjallaleiðsögumenn og ljósmyndara.

Fyrstir til að bjóða upp á seglskútuferðir til austurstrandar Grænlands

Lagt var af stað í stutta prufuferð til Blosseville strandarinnar á austurströnd Grænlands í ágúst 2006. Það fyrsta sem við blasti við leiðangursmönnum voru þessi fínu og fersku ísbjarnarspor og var ákveðið að drífa sig aftur um borð! 

Iceland, People on boat, Borea Adventures
Iceland, Boat, Graenland, Borea Adventures

2007

Fyrsti leiðangurinn til Jan Mayen

Þessi eldfjallaeyja á 70° Norður er frægust fyrir eldfjallið Beerenberg (2233 m.) en þar er einnig norsk her-og veðurstöð.

2008

Iceland, Boat, People, Borea Adventures

Ýmiskonar siglingaferðir til friðlandsins á Hornströndum með áherslu á náttúru og útivist

Gönguferðir, kajakferðir, fjallaskíðaferðir og ýmiskonar náttúruupplifun urðu sífellt vinsælli.

2010

Byrjuðum að bjóða upp á allskonar dagsferðir í nágrenni Ísafjarðar. Opnuðum fyrstu skrifstofuna og miðstöð fyrir okkar starfsemi.

Við tókum þátt í endurbyggingu á jarðhæðinni í Hæstakaupstaðarhúsinu (byggt 1890) fyrir búnaðinn okkar og skrifstofu í miðbæ Ísafjarðar.

Iceland, Kayaks, Water, Borea Adventures

2012

Keyptum Bjarnarnes, fyrsta farþegabátinn

Við fundum að það væri mikilvægt að geta boðið okkar gestum upp á fjölbreyttari þjónustu og geta komið hópum hratt á milli staða í friðlandinu. Bjarnarnesið tók 18 gesti og þjónaði okkur vel. 

Opnuðum kaffihúsið Bræðraborg – Nanný og Ása koma inn sem hluthafar

Fundum fullkomið rými á Aðalstræti sem hafði staðið autt í talsverðan tíma. Aftur var tekið til hendinni við að rífa og byggja upp. Þetta gamla verslunarrými hefur gegnt miklu hlutverki í sögu verslunar á Ísafirði og var lengi úrsmiðaverkstæði í öðrum endanum og kvenfataverslun í hinum. Hugmyndin var að sameina góðan mat og útivist. Nanný og Ása Þorleifsdóttir komu inn sem nýir hluthafar. Ása sem framkvæmdarstjóri i og Nanný sem rekstrarstjóri kaffihússins. 

2013

Hófum endurbyggingu á eyðibýlinu í Kvíum

Við höfðum margsinnis siglt framhjá þessu reisulega húsi í mynni Lónafjarðar sem mátti muna sinn fífil fegurri. Það bauð upp á mikla möguleika í ferðaþjónustu bæði sumar og vetur en hafði staðið tómt í yfir 70 ár. Þetta var stórt verkefni þar sem ekki dugði bara að kaupa nokkra lítra af málningu!

Sigurður yfirgefur Borea og byrjar með eigið fyrirtæki

Eftir mikla yfirlegu var ákveðið að selja Sigurði seglskútuna Auroru. Hann sigldi út í sólarlagið og hóf uppbyggingu á flotti fyrirtæki með áherslu á seglskútur og ferðir tengdir þeim.

2015

Nýjir hluthafar koma inn í Borea og uppbygging í Kvíum kemst í fullan gang

Eftir erfitt tímabil árið 2014, fengum við inn nýja hluthafa og fjármagn sem gerði okkur kleift að klára uppbygginguna í Kvíum.

Iceland, Man on a boat, Borea Adventures

2016

Uppbyggingu í Kvíum lokið

Þetta var rosalega stórt verkefni og þar sannaðist hið fornkveðna að maður gerir ekki rassgat einn! Við fengum mikla hjálp frá vinum, ættingjum og ýmsum iðnaðarmönnum. Þessar vinnuferðir voru krefjandi en að sama skapi mjög skemmtilegar. Við fluttum fleiri tonn af byggingarefni yfir Jökulfirði, hvort sem það var bárujárn, sement, sandur, timbur, einangrun, pípulagnaefni, húsgögn, innréttingar og margt fleira. 

Loksins var húsið klárt til að þjóna okkar gestum bæði sumar og vetur. 

2017

Fyrsta refaljósmyndaferðin í Kvíar að vetri til

Það má sannarlega segja að glöggt sé gests augað. Við höfðum ekkert mikið verið að velta fyrir okkur þeim möguleika að ljósmyndaferðir að vetri til gæti orðið að því ævintýri sem síðar varð. Núna eru þessar ferðir kjarninn í okkar stafsemi frá febrúar fram í apríl. 

Uppbygging tjaldbúða í Hornvík

Hornvík er líklega þekktasti staðurinn á Hornströndum með sín háu björg og fjallstinda. Við ákváðum að reyna að bæta þjónustu við okkar gesti í víkinni og fjárfestum í ansi fínum tjaldbúðum sem veita gestum tækifæri til að njóta útivistar og náttúru með góðri gistingu í bland við frábæran mat. 

2018

Lokuðum kaffihúsinu Bræðraborg

Við vorum að brenna út á að reyna að reka kaffihús, verslun, ferðaskrifstofu, farþegabát og margt fleira. Þetta var einfaldlega of mikið og við ákváðum að einbeita okur að kjarnastarfseminni. Sem betur fer hófu nýir aðilar rekstur í sama húsnæði sem ennþá er í gangi. 

Bjarnarnesið strandar

Eftir bilun í gír, strandar Bjarnarnesið í fjörunni fyrir neðan Kvíar. Þetta var mikið áfall þótt enginn hafi slasast. En það er nú bara þannig að maður þarf að þróa með sér ákveðið jafnaðargeð til að geta staðið í svona rekstri á norðurslóðum, þar sem veður eru válynd og hætturnar leynast víða. 

Iceland, Bjarnarnes strand, Borea Adventures

2019

Keyptum annan farþegabát

Bjarmi var nýjasti fjölskyldumeðlimurinn. Fallegur bátur smíðaður í Noregi árið 2016.

2020

Nordic Council Environment Prize logo, Borea Adventures Nomination 2020

COVID og keyptum aðra hluthafa út

og nú var fyrirtækið aftur 100% í okkar eigu.

Tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Fyrir að tengja saman náttúruvernd, ferðaþjónustu og heimskautarefinn sem er ein af lykil dýrategundum á norðurskautinu. Þessi tilnefning var mikil lyftistöng í miðju Covid fárinu.

2021

Keyptum annan farþegabát og sá stærsti til þessa

Með aukinni eftirspurn, ákváðum við að stökkkva í djúpu laugina…aftur. Við fundum frábært skip í Noregi sem var 18 metra langt og með farþegaleyfi fyrir 48 manns. Við skírðum hana Sif í höfuðið á Regínu Sif, dóttir okkar.

Iceland, Relocation of Bjarnarnes ferry, Borea Adventures

2022

Aftur af stað en með nýju sniði!

Á meðan heimurinn jafnaði sig eftir Covid-19 snérum við okkur aftur að eðlilegum rekstri. Þrjú ár af heimsfaraldri – varla hægt að trúa því!

Þegar upp kom sú hugmynd hér á svæðinu, að búa til 1000 km hjólakeppni, slógum við til og urðum bakhjarlar The Westfjords Way Challenge!

Skoraðu á þig og skráðu þig í næstu keppni. Og þegar þú mætir, hví ekki að koma í fjallgöngu eða á kayak með okkur?

2023

Hýstum kvikmyndahátíð í villtri náttúrunni

Í ár hófst kvikmyndahátíðin Hornstrandir Film Festival. Ein afskekktasta kvikmyndahátíð í heimi!

Þessi viðburður sýnir kvikmyndir um loftslagsbreytingar og umhverfisvá sem hefur áhrif á okkur öll. Kampurinn okkar í Hornvík er sýningarstaður fyrir hátíðina. Við náðum að setja bæði upp skjávarpa sýningu á hinum ýmsu kvikmyndum og leikstjóra umræður sem beindust að samvinnu og næstu skrefum. Ofan á þetta elduðum við kvöldverð fyrir allan mannskapinn. Ó og svo auðvitað popp

 

 

Fylgstu með hér: HFF.com

2024

Jómfrúarár Írisar

Íris var smíðuð árið 1983 af Brødrene Aa, sama fyrirtæki og smíðaði hinn farþegabátinn okkar, Sif. Íris er 16,8 metra löng og tekur allt að 48 farþega. Við settum í hana nýja vél og uppfærðum leiðsögukerfið sem og annan búnað um borð til að tryggja öruggar og þægilegar ferðir á henni.

Bjarmi var seldur og hefur nú verið skilað aftur í norska firði.

2025

Besta árið til þessa hjá fyrirtækinu og framtíðin er björt..! Og sagan heldur áfram.