clear

4°C

Ísafjörður

mostlycloudy

3°C

Hornbjargsviti

Rúnar Óli Karlsson

Great weather in Jan Mayen / Gott veður á Jan Mayen

English
Siggi is in Jan Mayen on the Aurora with Norwegian climbers and the weather has been very good up there. Calm and bright. They have climbed Beerenberg in good style and will head home soon. The crew was offered to a summer solstice festival at the Norwegian meteorology base, with a giant bonfire and barbecued lamb. The office at the station decided to put 200 liters of diesel on top of the bonfire and blew it up with a 44 Magnum when the oil had heated extensively. Quite a display…!
Siggi thought he had a great idea when he decided to take his mountain bike with him on the boat to be able to meet the climbers the night before the ascent. He soon found out why there are no bikes on the island. The sand makes it impossible to bike. And on the only good stretch of road he found, the tire blew. Spare parts were on board! The left on Friday morning for the climb. The weather was still perfect and camp was set up at 1300 meters above sea level. The plan was to sleep for the night on the glacier, but the weather was so good they decided to take a short nap and head for the peak. They reached the top around midnight via the normal route. Siggi then slept in a snow hole in high camp and went back down in the afternoon. The plan is to set sail back to Iceland tonight. Another trip to Jan Mayen starts on Monday with a group of radio amateurs.

Íslenska
Jan Mayen ætlar að sýna okkur allar sínar góðu hliðar í þetta sinn… sennileg til að bæta fyrir illa meðferð og akkerismissi í apríl síðastliðnum. Per Erik stöðvarstjóri í Olonkin stöðinni bauð okkur Jóni í Jónsmessufagnað (Skt Hans) sl fimmtudagskvöld með grilli og brennu. Allt fór þetta vel og skemmtilega fram, grillað lamb og hrefnukjöt fyrst og síðan brenndur stærðar köstur af rekavið. Efst á honum trónaði síðan tunna með 200 lítrum af dísilolíu sem stöðvarstjórinn skaut nokkur göt á með 44 Magnum þegar hitnað hafði nokkuð undir henni. Við fórum þó tiltölulega snemma úr samkvæminu þar sem ég stefndi á fjallgöngu snemma morguninn eftir. Ég hafði fengið þá snilldar hugmynd að taka með mér reiðhjól og hugsaði mér að hjóla á því frá Rostungsvík yfir í gömlu veðurstöðina (Gamle Metten) þar sem hópurinn okkar svaf. Í loftlínu eru þetta einhverjir 10 km en sjálfsagt í kringum 12 eftir vegaslóðum. Ég velti því að sjálfsögðu ekkert fyrir mér að engin reiðhjól eru í eyjunni en það kom semsagt fljótt í ljós að ástæða var fyrir því. Víðast hvar á slóðanum var ökkla djúpur sandur og ómögulegt að hjóla, inn á milli voru harðari kaflar lagðir eggjagrjóti.  Niðurstaðan varð auðvitað sú að ég leiddi hjólið mest alla leið þar til sprakk á því á einum “góða” kaflanum – og að sjálfsögðu hafði ég skilið bæturnar og pumpuna eftir um borð (!)  Það var því ansi langt labb og kom ég yfir til Gamle Metten um miðja nóttina. Um morguninn var vaknað og haldið á Beerenberg. Hópurinn var vel klyfjaður þar sem þau ætluðu að setja upp búðir á jöklinum og hafast þar við í nokkrum lúxus. Veður var með besta móti, blanka logn og sólskin, og voru búðirnar settar upp í u.þ.b. 1300 metra hæð. Hugmyndin hafði verið að eyða þar heilli nótt en fara á tindinn daginn eftir en þar sem veðrið var svo frábært var ákveðið a taka góða kríu og halda svo af stað um kvöldið. Fljótlega var komið í Bratthenget skriðjökulinn og fór þá mannskapurinn í línur. Farið var upp tiltölulega hefðbundna leið og komið á gígbarminn um miðnættið í glampandi sól. Lág ský huldu hafið en mest öll eyjan var auð og útsýnið frábært. Gengið var eftir gígbarminum og fór allur hópurinn á tindinn í 2277 metra hæð. Eftir það var haldið til baka í tjaldbúðirnar og gisti ég í holu sem ég gróf í snjóinn og svaf eins og steinn fram á morgun. Ég skildi þá við hópinn og arkaði sem leið lá niður í Gamle Metten og þaðan alla leið yfir í Rostungsvík og um borð í AURORU. Hópurinn ætlar að vera eitthvað lengur á jöklinum. Stýrimaðurinn hafði litið vel eftir skipinu og unnið ýmiskonar verkefni um borð.

SHARE