rain

3°C

Ísafjörður

snow

-0°C

Hornbjargsviti

Gott að vita

Vinsamlegast gefðu þér tíma til að kynna þér eftirfarandi upplýsingar fyrir ferð á Hornstrandir

Bátsferðin

  • Ferðin hefst með siglingu yfir firði og flóa og meðfram ströndum Hornstranda. Siglingin tekur 1-3 klst. eftir komustað og veðri.
  • Sjóveiki getur gert vart við sig hjá þeim sem eru viðkvæm/ir fyrir slíku. Hinsvegar mælum við ekki með því að taka sjóveikislyf því siglingin er svo stutt.  
  • Hvalir, sjófuglar og magnað landslag er allt umleikis á siglingunni og um að gera að njóta þess. Það eru engar hafnir á Hornströndum, er notast við léttabáta til að ferja fólk og farangur í land. Að því loknu segjum við bless við siðmenninguna og fögnum kyrrðinni og óspilltri náttúru.

Veðurlag

  • Hitastig á Hornströndum yfir sumarmánuðina hleypur á bilinu 5-15°C. Vindkæling getur verið mikil og veðrið getur breyst hratt; bæði til hins betra og hins verra. Það getur jafnvel snjóað til fjalla á miðvikudegi en verið stuttermaveður á fimmtudegi. 
  • Brött fjöll geta haft áhrif á veðrið á litlu svæði og safnað til sín þoku og raka ef vindur blæs af hafi. Slíkt veðurlag getur varað í marga daga á norðanverðum Ströndum en verið sól og blíða rétt sunnan við fjallshrygginn. 

Búnaður

  • Mikilvægt er að vera með góðan regnjakka og buxur ef ferðast er á Hornströndum. Eins ullarfatnað og/eða flísfatnað
  • Bómullarfatnaður er aldrei góður til útivistar. Hann blotnar auðveldlega og er nánast ómögulegt að þurrka.
  • Góðir gönguskór eru lykillinn að góðri Hornstrandaferð og mikilvægt að þeir séu háir upp á ökklann til stuðnings í grýttu landslagi og að þeir séu sæmilega vatnsheldir. 
  • Ef gist er í tjaldi, skal hafa í huga að það þarf að þola sterkan vind og rigningu. Borea leigir út tjöld sem þola óblíða náttúru Hornstranda. 

Landslag

  • Hornstrandir einkennast af bröttu landslagi, fjallaskörðum, dölum og víkum. Það getur verið erfitt yfirferðar þó víða séu gamlir slóðar á milli helstu staða. Flestar ár eru óbrúaðar enda eru þær yfirleitt litlar.
  • Það eru víðast hvar snjóskaflar í fjallaskörðum allt sumarið. Stundum verða þeir mjög brattir og gott að fara varlega. Samt er óþarfi að taka með sér manndbrodda. 
  • Landslag er mjög grýtt og grjót getur verið mjög óstöðugt og gott að fara varlega til að koma í veg fyrir beinbrot

Samskipti og þjónusta á svæðinu

Símasamband er mjög stopult á Hornströndum. Hægt er að ná sambandi í flestum fjallaskörðum og hæstu fjallstoppum. Við mælum því með að vera undir það búin/n og hlaða niður korti af svæðinu á símann sem og að taka með pappírskort. Einungis má tjalda á skilgreindum tjaldsvæðum sem eru vel merkt á öll kort af svæðinu. Hægt er að kaupa gistingu í Læknishúsinu á Hesteyri og í Hornbjargsvita. 

Dýra- og plöntulíf

Vernd náttúrunnar á svæðinu er í okkar höndum og hér eru nokkrar reglur sem gott er að hafa í huga:

  • Ef refur nálgast þig, skaltu alltaf veita honum réttinn að komast framhjá án truflunar. Víktu til hliðar, sestu niður og njóttu augnabliksins. 
  • Bannað er að gefa villtum fuglum og dýrum mat. Við viljum ekki með nokkrum hætti breyta náttúrulegri hegðun dýralífs á svæðinu. 
  • Myndir af sofandi refum eru auðvitað fallegar. Í þeim tilvikum skaltu reyna eftir fremsta megni að valda sem minnstri truflun, eins og með því að tala hátt, klappa eða flauta. 
  • Síðsumars er yndislegt að setjast í lautu og tína ber en vinsamlegast haldið ykkur á stígunum til að vernda fjölbreytta flóru svæðisins. 
  • Visitors Guidelines – Hornstrandir

Annað

  • Berið virðingu fyrir öðrum ferðalöngum sem þú hittir á ferð þinni. 
  • Allt sem þú tekur með þér inn á svæðið, þarftu að taka með þér til baka.
  • Öll hús á svæðinu eru í einkaeigu og haldið við af ættingjum þeirra sem bjuggu á Hornströndum. Berið virðingu fyrir því ef landeigendur eru í húsum sínum. 
  • Neyðarskýli eru víða og skal eingöngu nota í neyð. Í þeim neyðartalstöð þar sem hægt er að ná sambandi við Vaktstöð siglinga.
  • Bannað er að kveikja varðeld og einungis má fljúga drónum með leyfi Umhverfisstofnunar. 

Myndskeið 

Áður en þú leggur af stað þá mælum við með því að horfa á þetta myndskeið frá Umhverfisstofnun.