chancesnow

-3°C

Ísafjörður

cloudy

-1°C

Hornbjargsviti

Ferðaskilmálar

Sveigjanleiki

Hér að neðan getur þú lesið bókunarskilmálana okkar. Við hjá Borea reynum að vera eins sveigjanleg og hægt er þannig að þú getir bókað þína ferð með öryggi. Við gerum okkur grein fyrir því að aðstæður geta breyst og til að koma til móts við þig getum við t.d. fært ferðina þína á aðra dagsetningu án þess að þú þurfir að greiða fyrir það.

Afbókunarskilmálar

Gjöld vegna afbókana sem Borea Adventures kann að fara fram á, eru ætluð til þess að fyrirbyggja fjárhagslegt tap vegna breytinga og/eða afbókana, sem gerðar eru innan ákveðins tímaramma. Nánar er hægt að lesa um þessi skilyrði hér að neðan. Þegar bókað er í gegnum vefsíðu okkar er einnig farið fram á samþykki og staðfestingu þess að viðkomandi hafi lesið, skilið og samþykkt afbókunarskilmála okkar. Sá aðili sem bókar samþykkir þessi skilyrði og er ábyrgur fyrir greiðslu, fyrir hönd þeirra sem bókað er fyrir.

Óskir um breytingar eða afbókanir skulu berast skriflega á info@borea.is, af þeim aðila sem skráður er fyrir bókuninni. Beiðnin verður að hljóta samþykki starfsmanns Borea áður en breytingar eru gerðar. Endurgreiðsla er greidd inn á það kort/reikning sem notað var til þess að greiða upphaflega, þar sem það á við. Vinsamlegast athugið að Borea tekur ekki ábyrgð á hversu langan tíma það kann að taka frá því endurgreiðsla er framkvæmd, þar til upphæðin hefur skilað sér til baka inn á viðeigandi reikning.

Ef bókun er gerð í gegnum endursöluaðila, þarf að hafa samband við þann aðila til þess að óska eftir afbókun og/eða endurgreiðslu, og í þeim tilfellum gilda afbókunarskilmálar þess aðila. Athugið að afgreiðsla á afbókunum getur tekið allt að 6-8 vikur á háannatíma.

Afbókanir, gjöld og greiðslur

Ef einn eða fleiri aðilar, sem eiga bókað undir sama nafni, gera breytingar eða afbóka, gilda sömu skilmálar, og munu þeir aðilar þurfa að greiða viðeigandi afbókunargjöld, sem má lesa nánar um hér að neðan.

Þegar bókun hefur verið staðfest fer af stað skipulagsferli, sem felur í sér kostnað af ýmsu tagi, eftir því um hvernig ferð er að ræða. Þar af leiðandi er tekið gjald ef slík skipulagsvinna er hafin, og reiknast það eftir því hvenær skrifleg beiðni berst, sem hér segir:

Afbókun dags- og bátsferða

Þegar afbókun berst skriflega:

  • Meira en 7 dögum fyrir brottför – Full endurgreiðsla

  • Minna en 7 dögum fyrir brottför – 70% endurgreiðsla
  • Minna en 48 klst fyrir brottför – Engin endurgreiðsla

Afbókun dags- og bátsferða fyrir hópa (5 eða fleiri)

Þegar afbókun berst skriflega:

  • Meira en 14 dögum fyrir brottför – 90% endurgreiðsla

  • Minna en 14 dögum fyrir brottför – 50% endurgreiðsla
  • Minna en 48 klst fyrir brottför – Engin endurgreiðsla

Afbókun lengri ferða og sérferða, og gisting í tjaldbúðum í Hornvík eða í Kvíum

25% bókunargjald, sem ekki fæst endurgreitt. Eftirstöðvar (75%) skulu greiðast að fullu eigi síður en 28 dögum fyrir brottför.

Þegar afbókun berst skriflega:

  • Meira en 28 dögum fyrir brottför – 75% endurgreiðsla
  • Minna en 28 dögum fyrir brottför – 50% endurgreiðsla
  • Minna en 7 dögum fyrir brottför – Engin endurgreiðsla

 

Varðandi breytingar og afbókanir á bátsferðum

Vinsamlegast athugið, að eigir þú bókun í bát Borea til eða frá Hornströndum, en kýst að sigla með öðru fyrirtæki vegna breyttra aðstæðna og nýtir þar af leiðandi ekki bókaða ferð, gilda afbókunarskilmálar okkar sem eiga við “afbókanir dags – og bátsferða”. Við erum meðvituð um að síma – og netsamband í friðlandinu er takmarkað, og því getur reynst erfitt að hafa samband vegna breytinga. Við ætlumst samt sem áður til þess að hver og einn taki ábyrgð á sínum ferðalögum og ferðamáta.

 

Varðandi innanlandsflug, komu skipa eða hverslags ferðamáta sem sem notaður er til þess að ferðast til Ísafjarðar

Þegar röskun verður á innanlandsflugi, komu skips eða hverslags ferðamáta sem sem notaður er til þess að komast til Ísafjarðar, gilda afbókunarskilmálar okkar.

Við mælum eindregið með því að gestir okkar séu með sína eigin ferðatryggingu frá sínu heimalandi, til þess að minnka mögulegt tap sem getur hlotist af óvæntum uppákomum, eins og þegar röskun verður á samgöngum, eða upp koma veikindi, slys, tap eða skemmdir á eigum, eða hvað svo sem kann að koma í veg fyrir að viðkomandi geti mætt í áætlaða brottför.

Vinsamlegast hafðu samband til þess að ræða möguleikan á því að endurbóka ferð gjaldfrjálst, eða ef þú vilt eiga inneign hjá Borea.

Almennir skilmálar

Lágmarks fjöldi farþega

BOREA áskilur sér rétt til þess að aflýsa ferð, ef lágmarks farþegafjölda hefur ekki verið náð. Þeir gestir sem eiga bókað verða látnir vita eins fljótt og auðið er og eiga rétt á fullri endurgreiðslu.

Ferðatrygging

Við mælum eindregið með því að gestir okkar séu með sína eigin ferðatryggingu, frá sínu heimalandi, til þess að minnka mögulegt tap sem getur hlotist af óvæntum uppákomum eins og þegar röskun verður á samgöngum eða upp koma veikindi, slys, tap eða skemmdir á eigum, eða hvað svo sem kann að koma í veg fyrir að viðkomandi geti mætt í áætlaða brottför. 

Veður og aðstæður

Allar ferðir eru háðar veðri og aðstæðum hverju sinni; BOREA áskilur sér rétt til þess að breyta fyrirkomulagi og/eða aflýsa ferð af öryggisástæðum ef þurfa þykir. Breytingar á ferðatilhögun, sem gerðar eru af öryggisástæðum, gefa ekki sjálfkrafa rétt á endurgreiðslu. Ef BOREA aflýsir ferð vegna veðurs og aðstæðna, eiga gestir rétt á endurgreiðslu.

Vinsamlegast hafðu í huga að veðurfar á Íslandi getur verið umhleypingasamt, og veður og aðstæður geta breyst mikið á skömmum tíma. Leiðsögumenn BOREA eru sérstaklega þjálfaðir í að meta aðstæður og taka ákvarðanir með öryggi gesta í fyrirrúmi. Við biðjum gesti að virða þær ákvarðanir.

Þetta á sérstaklega við um ferðalög að vetrarlagi, og mikilvægt að fólk gefi sér auka ferðadaga til og frá Ísafirði.

Mögulegir áhættuþættir í útivist og afþreyingu

Mikilvægt er að gestir geri sér grein fyrir því að þátttaka í þeirri afþreyingu sem BOREA býður upp á, er á eigin ábyrgð. Ætlast er til þess að þátttakendur séu í ásættanlegu líkamlegu og andlegu formi, með hliðsjón af þeirri ferð sem farið er í hverju sinni og taki ábyrgð á eigin heilsu og öryggi.

Öll afþreying utandyra felur í sér ákveðna áhættu, og BOREA afsalar sér ábyrgð af slysum sem kunna að vera bein afleiðing af hegðun gesta, sem og annarra þátta sem mannfólk hefur ekki stjórn á (force majeure – sjá neðar). Þegar þú bókar ferð hjá BOREA ertu beðin um að staðfesta að þú hafir lesið og skilið skilmála, og að þú takir ábyrgð á eigin þátttöku. Fyrir einstaka ferðir þarf að lesa og samþykkja auka ábyrgðaryfirlýsingu.

Áfengi og vímuefni

BOREA áskilur sér réttinn til þess að meina gestum þátttöku, sé viðkomandi grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Í slíku tilfelli hefur viðkomandi ekki rétt á endurgreiðslu.

Búnaður og viðeigandi fatnaður

Ætlast er til þess að gestir kynni sér vel viðeigandi búnaðarlista fyrir þá ferð sem viðkomandi er skráður í. BOREA áskilur sér rétt til þess að meina þátttöku hverjum þeim sem ekki er búinn og klæddur á viðeigandi hátt, samkvæmt búnaðarlista. Í slíku tilfelli hefur viðkomandi ekki rétt á endurgreiðslu. Mikilvægt er að gestir tímanlega fyrir brottför en gjarnan hægt að finna lausnir til þess að viðkomandi geti tekið þátt.

Þegar gestir yfirgefa ferð af fúsum og frjálsum vilja, áður en henni er lokið

Af yfirgefa ferð af fúsum og frjálsum vilja, áður en henni er lokið, gefur ekki rétt á endurgreiðslu. Ef ástæða er slys eða meðsli í ferð, mælum við með að viðkomandi hafi samband við sitt tryggingafélag; starfsfólk BOREA getur útvegað skriflega staðfestingu á atburðinum.

Að vera vísað frá

Ef leiðsögumaður sér ástæðu til þess að vísa gesti burt úr ferð, áður en henni lýkur, á viðkomandi ekki rétt á endurgreiðslu, sé ástæða brottvísunar ein eða fleiri af eftirfarandi:

  • Fötlun

  • Óæskileg líkamleg og/eða andleg heilsa
  • Áverkar, svimi, að hafa gleymt nauðsynlegum lyfjum

  • Óheiðarleiki eða að hafa ekki greint frá mikilvægum upplýsingum um heilsufar

  • Viðeigandi búnaður er ekki til staðar af hálfu gests

  • Slæm hegðun, dónaskapur, vanvirðing eða einelti gagnvart öðrum í hópnum

  • Að vera ófær um að fylgja leiðbeiningum

Force Majeure

“Force Majeure” vísar í ófyrirséða og óviðráðanlega atburði sem kunna að standa í vegi fyrir því að BOREA geti uppfyllt skyldur sínar, eins og um er samið, þegar bókun er gerð. BOREA áskilur sér rétt til þess að fresta eða víkja frá skyldum sínum, ef óviðráðanlegir atburðir eiga sér stað, sem gerir framkvæmd ósækilega, óörugga, ólöglega eða ómögulega. Slíkir atburðir eru t.d. Stríð, óeirðir, eldsvoði, flóð, fellibylur, jarðskjálfti, eldgos, elding, aurskriða, sprenging, verkfall, heimsfaraldur, ógn almanna heilsu, alþjóðlegt ferðabann, hryðjuverk, og aðgerðir stjórnvalda, sem hindra framkvæmd þeirrar þjónustu sem um er samið. Athugið að þetta er ekki tæmandi listi.

Í þeim tilfellum þar sem “Force Majeure” á við er BOREA ekki skylt að endurgreiða, og gildir þessi klausa umfram afbókunarskilmála, þar sem við á. Við hjá BOREA munum leggja okkur fram um að finna lausnir og endurskipuleggja ferðir eins og kostur gefst.