Ísland er land mismunandi veðurs og gestir okkar þurfa að vera viðbúnir því. Nauðsynlegt er að vera rétt búinn þar sem veður getur breyst skyndilega. Hér er listi til að auðvelda þér að pakka niður fyrir þína ferð.
Minna er meira þegar kemur að því að pakka fyrir kajak ferðir. Það er takmarkað pláss í kajakunum og við þurfum einnig að deila matnum og tjöldunum niður á hópinn.
Fyrir „Kajakferð á Pollinum“ ferðina okkar er nóg að koma eins og þú ert. Hins vegar eru gallabuxur og föt úr bómul ekki áreiðanlegur fatnaður. Einhverskonar göngu/flís buxur og flís/ullar peysur henta vel.
Taktu með þér hlý föt í „Kajak í Önundarfirði“ og “Villt dýralíf í kringum Vigur“ ferðirnar okkar, til að vera í á meðan þú rærð. Við getum skaffað neoprene buxur fyrir þig ef það er mikill vindur eða ef þú hefur ekki mikla reynslu á kajak. Allur kajak búnaður er innifalinn.
Búnaðarlisti fyrir lengri dagsferðir:
Málin á stærstu kajakunum okkar :
SÆTISRÝMI LENGD: 100 CM / 39.5″ | SÆTISRÝMI BREIDD: 55 CM / 21.5″ |
Búnaðarlisti fyrir Grænahlíð, Víðátta Hornstranda og Villt dýralíf og heimskautarefurinn ferðirnar:
Við sköffum allan kajak búnað, fatnaðinn og skóna. Ef þú velur að koma með þinn eigin kajak búnað, þá er það hið besta mál en þú verður að vera viss um að sá fatnaður passi vel á þig og sé þægilegur. Við mælum með góðum þurrbuxum með gúmmíi um ökklann eða 3mm neoprene smekkbuxum. Efri parturinn þarf helst að vera með hettu og gúmmíi um úlnliðinn. Heilgalli er þó alltaf hentugastur ef þú átt hann til. Skóbúnaður ætti að vera annað hvort neoprene skór sem ná hátt upp á öklann með þykkum sóla eða neoprene stígvél. Svo eru neoprene hanskar, vettlingar eða áralúffur nauðsynlegir til að halda hlýju á fingrunum.
Búnaðarlisti fyrir lengri skíðaferðir líkt og „Kviar Ski Lodge„:
Skútusiglingar ehf | Aðalstræti 17 | 400 Ísafjörður | Kt. 530306-1510 | VAT Number: 110291