chancesnow

-3°C

Ísafjörður

cloudy

-1°C

Hornbjargsviti

Útbúnaðarlisti

Ísland er land mismunandi veðurs og gestir okkar þurfa að vera viðbúnir því. Nauðsynlegt er að vera rétt búinn þar sem veður getur breyst skyndilega. Hér er listi til að auðvelda þér að pakka niður fyrir þína ferð.




Dagsferðar listi

Kajak

Minna er meira þegar kemur að því að pakka fyrir kajak ferðir. Það er takmarkað pláss í kajakunum og við þurfum einnig að deila matnum og tjöldunum niður á hópinn.

Fyrir „Kajakferð á Pollinumferðina okkar er nóg að koma eins og þú ert. Hins vegar eru gallabuxur og föt úr bómul ekki áreiðanlegur fatnaður. Einhverskonar göngu/flís buxur og flís/ullar peysur henta vel.

Taktu með þér hlý föt í Kajak í Önundarfirði“ og “Villt dýralíf í kringum Vigurferðirnar okkar, til að vera í á meðan þú rærð. Við getum skaffað neoprene buxur fyrir þig ef það er mikill vindur eða ef þú hefur ekki mikla reynslu á kajak. Allur kajak búnaður er innifalinn.

Búnaðarlisti fyrir lengri dagsferðir:

  • Ullar eða flís fatnað, frá toppi til táar. Forðastu að klæðast bómul, þar sem bómullin er bæði lengi að þorna og heldur ekki hita þegar hún blotnar.
  • Auka föt ef þú skyldir blotna.
  • Nesti fyrir daginn.
  • Sólhatt, sólgleraugu og sólarvörn
  • Vatnsflaska.
  • Ekki gleyma myndavélinni þinni!

Málin á stærstu kajakunum okkar :

SÆTISRÝMI LENGD: 100 CM / 39.5″

SÆTISRÝMI BREIDD: 55 CM / 21.5″

Gönguferðir

Búnaðarlisti fyrir Grænahlíð, Víðátta Hornstranda og Villt dýralíf og heimskautarefurinn ferðirnar:

  • Hlý útiföt. Forðastu að klæðast bómul, þar sem bómullin er bæði lengi að þorna og heldur ekki hita þegar hún blotnar.
  • Háa vatnshelda gönguskó með góðum ökklastuðningi.
  • Húfu og hanska.
  • Sólgleraugu.
  • Sólarvörn og Aftersun krem
  • Lítinn bakpoka
  • Nesti fyrir daginn. Eina eða tvær samlokur og þitt uppáhalds snarl.
  • Vatnsflaska
  • Ekki gleyma myndavélinni þinni!

Skíðaferðir

  • Vatnsheldan fatnað (buxur og jakka)
    Hlý útiföt. Forðastu að klæðast bómul, þar sem bómullin er bæði lengi að þorna og heldur ekki hita þegar hún blotnar.
  • Húfu og hanska.
  • Bakpoka
  • Nesti fyrir daginn. Eina eða tvær samlokur og þitt uppáhalds snarl.
  • Vatnsflaska
  • Ekki gleyma myndavélinni þinni!

Lengri ferðir

Sjókajak ferðir og gönguferðir

  • Ullarföt sem fyrsta lag, allavega tvö sett af peysum/bolum.
  • Ullar eða flís milli lag.
  • Göngubuxur. Forðastu að klæðast bómul, þar sem bómullin er bæði lengi að þorna og heldur ekki hita þegar hún blotnar.
  • Vatnsheldan fatnað, buxur og jakka fyrir gönguferðir. Því léttari fatnaður – því betri.
  • Ullar/flís húfa.
  • Eitt par af vettlingum/hönskum.
  • 2 til 3 pör af þykkum sokkum.
  • Léttir gönguskór fyrir kajakferðirnar.
  • Háa vatnshelda gönguskó með góðum ökklastuðningi, fyrir gönguferðirnar.
  • Svefnpoki sem er allavega með þægindamörkin við 0°C. Dúnpokar pakkast betur en aðrir.
  • Tjalddýna. Þunnar og uppblásnar eru bestar, þar sem þær passa best í bátana og taka lítið pláss.
  • Sólgleraugu.
  • Sólarvörn / after sun krem.
  • Sundföt og handklæði.
  • 10-15L bakpoki fyrir dagsgöngur og kajak. Léttur poki sem pakkast vel (Valfjrálst)
  • Þurrpokar fyrir kajakferðirnar. Það er gott að koma með 10-15L þurrpoka fyrir þinn persónulega búnað. Við erum með eitthvað úrval af þurrpokum sem þú getur fengið lánað en við mælum með að koma með þinn eigin sem passar akkúrat fyrir þinn búnað.
  • 60L bakpoka fyrir gönguferðinar.
  • Kíkir til að skoða dýralífið (Valfrjálst)
  • Persónulegt sjúkrakit, þ. á m. plástrar, hálstöflur, varasalvi, sjóveikistöflur og fl. Ekki gleyma þínum eigin lyfjum sem þú gætir þurft á að halda (t.d. astmapúst, jafnvel þó þú notar það ekki reglulega)
  • Lítinn hitabrúsa. Hálfs lítra hitabrúsi hentar vel.
  • 1 lítra vatnsflaska.
  • Ekki gleyma myndavélinni!

Varðandi kajak búnaðinn

Við sköffum allan kajak búnað, fatnaðinn og skóna. Ef þú velur að koma með þinn eigin kajak búnað, þá er það hið besta mál en þú verður að vera viss um að sá fatnaður passi vel á þig og sé þægilegur. Við mælum með góðum þurrbuxum með gúmmíi um ökklann eða 3mm neoprene smekkbuxum. Efri parturinn þarf helst að vera með hettu og gúmmíi um úlnliðinn. Heilgalli er þó alltaf hentugastur ef þú átt hann til. Skóbúnaður ætti að vera annað hvort neoprene skór sem ná hátt upp á öklann með þykkum sóla eða neoprene stígvél. Svo eru neoprene hanskar, vettlingar eða áralúffur nauðsynlegir til að halda hlýju á fingrunum.

Skíðaferða búnaðarlisti:

Búnaðarlisti fyrir lengri skíðaferðir líkt ogKviar Ski Lodge„:

  • Skis, boots, poles and skins. Make sure the glue on the skins is good. If wearing new boots, make sure you have tried them out few times to see if the fit properly. Blisters are never fun.
    Skíði, klossar, stafir og skinn. Vertu viss um að límið á skinninu sé í topp standi. Ef þú ert í nýjum klossum, vertu búin/n að prófa þá nokkrum sinnum til að vera viss um að þeir passa fullkomlega. Við viljum forðast blöðrur eins mikið og hægt er.
  • Snjóflóðabúnaður (ýlir, skófla og stöng) fyrir fjallaskíðaferðinar. Það er mjög mikilvægt að vera með alla þessa þrjá hluti. Við eigum nokkra snjóflóðaýla og skóflur sem þú getur leigt hjá okkur. Mundu að spyrja okkur áður en við leggjum í hann frá Ísafirði.
  • Þú þarft ekki að koma með svefnpoka. Það eru uppábúin rúm á staðnum.
  • Ullarföt sem fyrsta lag, allavega tvö sett af peysum/bolum. (Ath. engan bómul)
  • Ullar eða flís milli lag. Taktu frekar tvö þunn lög frekar en eitt þykkt.
  • Vatnsheldar buxur og jakka.
  • Hlýja úlpu, dún eða fíber (Valfrjálst)
  • Ullar/flís húfa
  • Tvö pör af hönskum og eitt par af vettlingum.
  • 3 til 4 pör af skíða sokkum (ekki of þykka)
  • Venjulegan fatnað til að klæðast á kvöldin.
  • Inniskór eða crocks til að nota innanhúss.
  • Mjúkir gönguskór.
  • Mjúkar töskur (ekki harðskelja ferðatöskur) sem er auðvelt að bera.
  • Sólgleraugu.
  • Sólarvörn / after sun krem.
  • Sundföt og handklæði.
  • Bakpoki. 30-40L er stærðin sem hentar. Vertu viss um að pokinn sé með skíðastrappa.
  • Persónulegt sjúkrakit, þ. á m. plástrar, hálstöflur, varasalvi, sjóveikistöflur og fl. Ekki gleyma þínum eigin lyfjum sem þú gætir þurft á að halda (t.d. astmapúst, jafnvel þó þú notar það ekki reglulega)
  • Lítinn hitabrúsa. Hálfs lítra hitabrúsi hentar vel.
  • 1 lítra vatnsflaska.
  • Ekki gleyma myndavélinni!