Er Hornbjargið staður sem þig hefur alltaf langað til að skoða? Þá er þessi ferð fullkomin fyrir þig, full af ósnertri náttúru og villtu dýralíf allt í kringum þig.
- 1 dagur
- Erfið
- Min age 12 ára
Ósnortin náttúra sem er engri lík
Hornvík er sannarlega náttúruparadís fyrir náttúruunnendur. Fuglabjörgin í Hælavíkurbjargi og Hornbjargi eru tvö stærstu fuglabjörg í Norður-Atlantshafi, þar sem um 5-6 milljónir sjófulga koma sér fyrir yfir sumartímann. Hornvík er konungdæmi Heimskautarefsins sem reikar um fjöll og fjörur í leit af æti.
Eftir að síðustu ábúendur yfirgáfu Hornstrandir á fjórða áratugnum hefur náttúran tekið landið aftur. Engir vegir eru á svæðinu né húsdýr, því er allt þakið í fjölbreyttum villtum gróðri og milljónir sjófugla. Og auðvitað sjaldgæfa og verndaða heimskautarefnum.
Það eru fjölmargar fallegar gönguleiðir í Hornvik og því eru tjaldbúðirnar okkar á hinum besta stað til að geta upplifað allt sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Hornvík er engu öðru lík með dýralífi allt í kring um þig, algjörri einangrun og villtu landslagi frá fjöllum og alveg niður í fjöru.
Tjaldbúðirnar okkar í Hornvík eru sannkallaður griðastaður fyrir ævintýrafólk sem vilja meiri þægindi á ferðum sínum. Rúmgóðu og einangruðu svefntjöldin okkar ásamt beddunum eru algjör lúxus. Upphitaða samverutjaldið okkar er síðan fullkomið til að setjast niður, borða og deila sögum eftir góðan dag úti í náttúrunni.
Það helsta í Hornvík og nágrenni
Ekki er hægt að leigja kampinn án húsvarðar. Húsvörðurinn sér um viðhald í tjaldbúðunum og aðstoðar við notkun hvers kyns hita- eða rafmagnstækja.
Skútusiglingar ehf | Aðalstræti 17 | 400 Ísafjörður | Kt. 530306-1510 | VAT Number: 110291