cloudy

16°C

Ísafjörður

cloudy

16°C

Hornbjargsviti

New

Miðnætursól og heimskautarefurinn

Hið fullkomna frí! Upplifðu villt dýralíf allt í kringum þig.

Á löngum sumarbjörtum kvöldum er fullkomið að koma sér vel fyrir og fylgjast með refunum. Það er refagreni í aðliggjandi dal við gamla húsið okkar á Kvíum og því miklar líkur á að þú munir sjá refi í þessari ferð. Þú gætir meira að segja komið auga á fjöruga yrðlinga að leik í kringum grenið og því tilvalið að grípa tækifærið og ná myndum af þeim í gylltu birtunni frá miðnætursólinni.

Efni ferðarinnar

Yfirlit ferðar

Lýsing

Kvíar er gamall sveitabær í mynni Lónafjarðar. Árið 1948 yfirgáfu síðustu ábúendur bæinn með allt sitt búfé. Þar með varð refurinn eina landspendýrið staðsett á Hornströndum. Í yfir 65 ár hefur hann síðan reikað um firðina langt frá mannabyggð ,og allri þeirri truflun sem fylgir manninum, sem hefur mótað hann og gert hann bæði gæfann og leikglaðann.

Næsta hús við Kvíar er í margra kílómetra fjarlægð og eina leiðin til að komast á þennan afskekkta stað er með bát. Á sumrin bjóðum við gestum að gista í þessu stórbrotna og sögufræga húsi. Þar getur fólk notið kyrrðarinnar á stað þar sem náttúran hefur ráðið ríkjum síðustu 65 ár.

Það er einstakt tækifæri að fá að heimsækja Hornstrandir. Að upplifa miðnætursólina í ró og næði, læra um og finna fyrir sögu svæðisins og sjá heimskautarefinn í sínu náttúrulega umhverfi.

Við virðum refinn og gerum okkur grein fyrir að sumrin eru hans tími til að fjölga sér. Þess vegna, göngum við varlega, höldum okkar fjarlægð og fylgjum leiðbeiningum og reglum sem eru gefnar af dýralífs sérfræðingum.

Þessi ferð er mjög sveigjanleg og við bjóðum upp á ýmsar afþreyingar. Fjallganga í kringum Kvíar, með mikilfenglegu og víðáttumiklu útsýni yfir Jökulfirðina, er ein af þeim. Einnig erum við með leiðsagðar ferðir á kajak, sem er frábær leið til að kanna strandlengjuna á þessum afskekkta stað frá öðru sjónarhorni. En ef þig langar hins vegar að koma þér fyrir í grasinu með góða bók, á meðan þú lítur eftir refaferðum, þá er það hið allra besta mál.

 

Innifalið:

 • Bátsferð fram og tilbaka frá Hornströndum
 • Allur matur
 • Gisting á Kvíum
 • Faglegur leiðsögumaður

Ekki innifalið:

 • Matur á fyrsta degi að brottför
 • Persónulegur búnaður og fatnaður

 

Erfiðleikastig:  Miðlungs.

Myndir

Ferðaáætlun

Dagur 1

Við hittumst á skrifstofunni okkar að Aðalstræti 17 (í miðbænum, aðalgatan) kl 8:00. Þar förum við yfir helstu öryggisatriði, svörum spurningum þínum og gerum okkur klár fyrir brottför. Síðan komum við okkur í bátinn og siglum frá Ísafjarðarhöfn kl: 09:00 í átt að Veiðileysufirði, þar sem við munum byrja gönguna. Á leiðinni þangað eru miklar líkur á að við sjáum bæði hnúfubaka og lunda. Farið verður með allan aukafarangur í Kvíar.

Eftir stutt spjall um sögu Hornstranda, byrjum við gönguna upp dalinn. Í göngunni fáum við frábært tækifæri til að upplifa fjölbreytt landslag. Gróskumikið láglendið er algjörlega andstæða hrjóstugs landslagsins þegar ofar er komið. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að eitt sinn lá jökull yfir þessu öllu og mótaði svæðið að því sem það er í dag.

Útsýnið verður stórfenglegra eftir því sem við hækkum okkur ofar á fjallshryggjunum fyrir ofan firðina. Eftir að við náum okkar hæsta punkti förum við rólega að koma okkur niður í Kvíadalinn, þar sem við fylgjum ám og lækjum á leiðinni niðureftir og njótum þess að skoða fossa. Eftir nokkra klukkutíma göngu, birtist húsið í Kvíum okkur í fallegu umhverfi rétt fyrir ofan ströndina.

Við njótum þess að eiga rólega kvöldstund, borðum heimagerðan kvöldmat og slökum á í viðar upphitaðri sánunni.


Dagur 2

Eftir morgunmat örkum við af stað í átt að næsta ævintýri. Venjulega skiptist dagurinn þannig að um morguninn tökum við góða fjallgöngu í nærliggjandi fjöllum og síðan kajakferð inn í Lónafjörðinn seinnipartinn.

Við tökum stutta göngu upp dalinn í átt að fjallsbrúninni, þar sem við fáum víðáttumikið útsýni yfir stórbrotinn Lónafjörðinn. Á meðan við lítum eftir refaferðum getum við fylgst með fuglalífinu allt í kring um okkur. Allt frá algengum sjófuglum, líkt og æðarfuglar og álftir, til tegunda sem sjást sjaldnar eins og haförninn.

Eftir hádegismatinn, höldum við í átt að fjöru. Þar getum við látið reyna á færni okkar á vatninu, ef að veður og aðstæður leyfa. Það er nokkuð auðvelt að róa sjókajak og við munum nota stöðuga og örugga kajaka þannig að þú munir upplifa þægilegan róður. Síðan förum við aftur í Kvíar og borðum góðan kvöldmat. Eftir matinn er svo hægt að skella sér aftur í sánuna.

Planið er mjög sveigjanlegt. Við getum verið í fjallgöngu allan daginn eða tekið heilan dag í að róa kajak um Lónafjörðinn. Endilega láttu okkur vita hvað þig langar að gera!

Dagur 3

Hvað langar þig að gera? Síðasti dagurinn snýst algjörlega um það. Var kajakinn hápunktur ferðarinnar og þér langar að skella þér í smá róður, taka nesti með og sjá hvort þú komir auga á seli skjóta upp kollinum? Eða viltu heldur taka stutta göngu í kyrrðinni, koma svo heim og henda þér í sánuna í síðasta skipti fyrir heimferð? Möguleikarnir eru endalausir!

Báturinn kemur síðan seinnipartinn á milli 5 og 6 og verður mættur við bryggju á Ísafirði á milli 6 og 7 um kvöldið.

 

Þessi ferðaáætlun er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða aðstæðna.

Hvað þarf að taka með?

 • Hlý útiföt. Forðastu að klæðast bómul, þar sem bómullin er bæði lengi að þorna og heldur ekki hita þegar hún blotnar.
 • Vatnsheldan hlífðarfatnað
 • Háa vatnshelda gönguskó með góðum ökklastuðningi.
 • Húfu og hanska.
 • Lítinn bakpoka.
 • Persónulegt sjúkrakit, þ. á m. plástrar, hálstöflur, varasalvi, sjóveikistöflur og fl. Ekki gleyma þínum eigin lyfjum sem þú gætir þurft á að halda (t.d. astmapúst, jafnvel þó þú notar það ekki reglulega)
 • Sólgleraugu.
 • Sólarvörn og aftersun krem.
 • Kíkir til að skoða dýralífið (Valfrjálst)
 • Vatnsflaska.
 • Handklæði og sundföt fyrir sánuna.
 • Persónulegir hlutir, t.d. snyrtivörur, auka föt og fl.
 • Ekki gleyma myndavélinni!

Algengar spurningar

Þessi ferð er mjög sveigjanleg þegar kemur að erfiðleikastigi. Við plönum ferðina út frá getu og löngunum gesta okkar. Okkar aðal markmið er að þú náir að læra um og njóta náttúrunnar og menningarinnar sem þessi sögufrægi staður býður upp á. Útivistar möguleikarnir eru allir valfrjálsir en auðvitað mælum við mikið með þeim. Vinsamlegast verið í sambandi við okkur fyrirfram ef þið hafið spurningar varðandi erfiðleikastig á ferðunum okkar.
Auðvitað. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum ekki öll gerð eins og höfum mismunandi þarfir. Við munum gera okkar allra besta til að koma til móts við þig. Vinsamlegast láttu okkur vita með fyrirvara ef þú ert með óskir varðandi mat og við munum plana matinn með þig í huga.
Um árabil hefur fjölskylda af refum komið sér fyrir í bakgarðinum á Kvíum og yrðlingarnir verða yfirleitt mjög forvitnir þegar gestir birtast. Hins vegar, eru refir villt dýr og því enginn leið til að ábyrgjast það að við munum sjá þá.
Okkar helsta vandamál sem við höfum þurft að tækla er það að gestir eru ekki í viðeigandi skóbúnaði. Háir ökklaskór gefa mun betri stuðning og halda þér þurrari en lágir skór. Við göngum yfir alls kyns gróft landslag, þar á meðal blautt gras, laust grjót, snjó, læki og sand. Því er mikilvægt að vera í réttum skóbúnaði til að koma í veg fyrir áverka og vatnsheldir skór halda þér þurrari og heitum í þokkabót. Við mælum með Scarpa leður skóm eða nylon gerðinni með Gore Tex. Annars eru til margir aðrir framleiðendur sem gera góða gönguskó, líkt og La Sportiva, Mammut, Merrell og Meindl.

Kort

Bóka ferð

Svipaðar ferðir

VINSÆLT!
Popular
Vinsælt
Þriggja daga ferð í óbyggðunum. Gisting í lúxus tjaldbúðum og ganga um heimsþekkt svæði, þar sem náttúran hefur verið við völd síðustu 70 ár. Upplifðu Hornbjargið, ríkt fuglalífið, refi, villta flóruna og þægilegar tjaldbúðir.
6. júní, 2024
10. september, 2024
NEW!
Popular
Nýtt
Heill dagur af fjallgöngu fyrir þá sem sækjast í náttúru og sögu Hornstranda. Stórkostlegt útsýni yfir allt Ísafjarðardjúpið.
3. júní, 2024
31. ágúst, 2024
VINSÆLT!
Popular
Vinsælt
Fullkomin ferð fyrir náttúruunnendur sem langar að upplifa villt dýralíf frá öðru sjónarhorni. Það hve kajakarnir eru hljóðlátir gerir það að verkum að þú nærð að blandast inn í umhverfið betur og þar með upplifa dýralífið á stórkostlegan hátt.
27. maí, 2024
13. september, 2024
VINSÆLT!
Popular
Vinsælt
Skemmtileg heilsdags fjallganga í ósnortinni náttúru Hornstranda. Gengið verður yfir læki, snjólagt svæði og gróskumikla dali. Á leiðinni eru engir göngustígar eða önnur merki um mannaferðir.
2. júní, 2024
13. september, 2024