Grunnavík er á milli Staðarhlíðar og Vébjarnarnúps. Það er einungis 30 mínútna bátsferð til Grunnavíkur ef farið er frá Ísafirði. Þéttbýlt var í Grunnavík á sínum tíma og skilyrði til útgerðar ekki sem verst. Síðustu íbúar í víkinni fluttust burt árið 1962 og skyldu þá Jökulfirðina eftir mannlausa. Grunnavík er fullkominn upphafsstaður fyrir gönguferð um sunnanverða Jökulfirði. Í Sútarabúðum er þjónusta þar sem er hægt að fá gistingu og veitingar.