Veiðileysufjörður liggur á milli Hesteyrarfjarðar og Lónafjarðar. Enginn hefur búið í firðinum í meira en 100 ár og eina ummerki um mannabyggð er lár grasbali eftir hvalstöðina á Meleyri.. og útihús sem er notað af göngugörpum! Fjörðurinn er fallegur og fjallið Lónahorn rís upp úr oddinum. Það er ekki mikið um láglendi í firðinum en í staðinn er fjörðurinn skreyttur bröttum fjallshlíðum. Það er nokkuð auðveld ganga upp dalina til að fá útsýni yfir norðurhlið Hornstranda og það er góður stígur yfir í Hornvík yfir Hafnarskarðið.