cloudy

-9°C

Ísafjörður

cloudy

-8°C

Hornbjargsviti

Hornvík Kamp

Ósnortin náttúra sem er engri lík

Hornvík er sannarlega náttúruparadís fyrir náttúruunnendur. Fuglabjörgin í Hælavíkurbjargi og Hornbjargi eru tvö stærstu fuglabjörg í Norður-Atlantshafi, þar sem um 5-6 milljónir sjófulga koma sér fyrir yfir sumartímann. Hornvík er konungdæmi Heimskautarefsins sem reikar um fjöll og fjörur í leit af æti.

Á Hornbjargsbrúninni

Eftir að síðustu ábúendur yfirgáfu Hornstrandir á fjórða áratugnum hefur náttúran tekið landið aftur. Engir vegir eru á svæðinu né húsdýr, því er allt þakið í fjölbreyttum villtum gróðri og milljónir sjófugla. Og auðvitað sjaldgæfa og verndaða heimskautarefnum.

Eftir göngu upp Kálfatindana er þér verðlaunað með fallegu útsýni yfir á Drangajökul

Það eru fjölmargar fallegar gönguleiðir í Hornvik og því eru tjaldbúðirnar okkar á hinum besta stað til að geta upplifað allt sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Hornvík er engu öðru lík með dýralífi allt í kring um þig, algjörri einangrun og villtu landslagi frá fjöllum og alveg niður í fjöru.

Fyrir ofan eyðibýlið Horn. Hælavíkurbjarg í bakgrunni.

Tjaldbúðirnar okkar í Hornvík eru sannkallaður griðastaður fyrir ævintýrafólk sem vilja meiri þægindi á ferðum sínum. Rúmgóðu og einangruðu svefntjöldin okkar ásamt beddunum eru algjör lúxus. Upphitaða samverutjaldið okkar er síðan fullkomið til að setjast niður, borða og deila sögum eftir góðan dag úti í náttúrunni.

Miðnætursól í Hornvík

Það helsta í Hornvík og nágrenni

  • 35m2 upphitað matartjald með setustofu
  • Rennandi vatn og eldunaraðstaða
  • Traust tveggja manna svefntjöld með beddum
  • Salernisaðstaða
  • Nokkrir kajakar eða SUP bretti fyrir rólegan kvöldróður
  • Þægilegir og heitir svefnpokar skaffaðir af okkur
  • Tvö stærstu fuglabjörg í Norður-Atlantshafi
  • Heimkynni 6 milljóna sjófugla yfir sumarið
  • Frábærar gönguleiðir
  • Forvitnir refir
  • Saga kynslóðanna við hvert fótmál

Ekki er hægt að leigja kampinn án húsvarðar. Húsvörðurinn sér um viðhald í tjaldbúðunum og aðstoðar við notkun hvers kyns hita- eða rafmagnstækja.

Velkomin Hornvík Kamp!

Tengdar ferðir

NEW!
POPULAR!
Þriggja daga ferð í óbyggðunum. Gisting í lúxus tjaldbúðum og ganga um heimsþekkt svæði, þar sem náttúran hefur verið við völd síðustu 70 ár. Upplifðu Hornbjargið, ríkt fuglalífið, refi, villta flóruna og þægilegar tjaldbúðir.