chancesnow

-3°C

Ísafjörður

cloudy

-1°C

Hornbjargsviti

Kvíar

Einstakt hús á einstökum stað

Langar þig að heimsækja Hornstrandir en samt upplifa þægindi og geta gist inni í hlýju? 
Langar þig að flýja streitu hversdagsleikans og upplifa kyrrðina, fegurðina og einangrunina sem Hornstrandir hafa upp á að bjóða?

Kvíar voru stórbýli í Kvíadal í mynni Lónafjarðar. Þar bjuggu undir það síðasta tvær fjölskyldur ásamt vinnufólki sem yrkjaði landið og sótti sjóinn. Saga byggðar í dalnum nær aftur til fjórtándu aldar og víða sjást minjar um byggingar seinni tíma í nágrenninu. 

Kvíar, veturinn 2018.

Síðustu ábúendurnir yfirgáfu Kvíar árið 1948 og húsið stóð nánast tómt fram til ársins 2012 þegar okkur datt í hug að gaman væri að gera húsið upp og nýta sem miðstöð í allskonar ævintýraferðir bæði sumar og vetur. Eftir mikla og þrotlausa vinnu, var verkinu lokið árið 2016. Húsinu var bjargað frá því að verða rústir einar eins og víða hefur gerst á Hornströndum.

Gömlu góðu tímarnir í Kvíum

Margir sjálfboðaliðar, vinir og iðnaðarmenn hafa hjálpað við þetta stóra verkefni. Allur viður, sandur og steypa, einangrun, húsgögn og fl. þurfti að ferja yfir á bát, þar sem það eru engar vegasamgöngur. Þetta voru mörg tonn af byggingarefni sem flutt voru yfir þessi 4 ár.

Fjaran í Kvíum á miðnætti í maí.

Þjónusta og aðbúnaður í Kvíum

  • Viðarkynt sána. Frábært til að láta líða úr sér
  • 15 uppbúin rúm
  • 6 herbergi
  • Kajakar og SUP bretti fyrir gesti
  • Frábær matur
  • Góð kynding og þurrkherbergi
  • Frábær staðsetning til að sjá norðurljós
    • Salerni og heit sturta
    • Sólarorka
    • 220V til að hlaða
    • Skýli til að taka myndir af refum og fuglum
    • Setustofa fyrir góðar stundir
    • Refir eru tíðir gestir
    • Takmarkað símasamband

    Ekki er hægt að leigja húsið án húsvarðar. Húsvörður sér um að viðhalda húsinu og aðstoðar við notkun hvers kyns hita- eða rafmagnstækja.

    Velkomin í eyðibýlið á Kvíum

    Kvíar eru staðsettar í mynni Lónafjarðar
    Kvíar

    Tengdar ferðir

    NEW!
    Þrír dagar í óspilltri náttúru með villt dýralíf allt í kring um þig. Kvíadalurinn er svo sannarlega lifandi á þessum árstíma. Fjallgöngur, kajakferðir eða afslöppun í sána? Kvíadalurinn býður upp á allt þetta og margt fleira.
    NEW!
    POPULAR!
    Skemmtileg heilsdags fjallganga í ósnortinni náttúru Hornstranda. Gengið verður yfir læki, snjólagt svæði og gróskumikla dali. Á leiðinni eru engir göngustígar eða önnur merki um mannaferðir.
    Iceland, Kviar Lodge, Borea Adventures