Er Hornbjargið staður sem þig hefur alltaf langað til að skoða? Þá er þessi ferð fullkomin fyrir þig, full af ósnertri náttúru og villtu dýralíf allt í kringum þig.
Önundarfjörður liggur á milli brattra fjallshlíða, þar sem hvíti sandurinn á ströndinni baðar sig í bláa vatninu. Það er einstök upplifun að róa í firðinum, þar sem náttúran umlykur þig, fuglar fljúga yfir þér og selirnir njóta þess að sóla sig á steinunum meðfram ströndinni.
Þriggja daga ferð í óbyggðunum. Gisting í lúxus tjaldbúðum og ganga um heimsþekkt svæði, þar sem náttúran hefur verið við völd síðustu 70 ár. Upplifðu Hornbjargið, ríkt fuglalífið, refi, villta flóruna og þægilegar tjaldbúðir.
Þrír dagar í óspilltri náttúru með villt dýralíf allt í kring um þig. Kvíadalurinn er svo sannarlega lifandi á þessum árstíma. Fjallgöngur, kajakferðir eða afslöppun í sána? Kvíadalurinn býður upp á allt þetta og margt fleira.
Fullkomin ferð fyrir náttúruunnendur sem langar að upplifa villt dýralíf frá öðru sjónarhorni. Það hve kajakarnir eru hljóðlátir gerir það að verkum að þú nærð að blandast inn í umhverfið betur og þar með upplifa dýralífið á stórkostlegan hátt.
Skemmtileg heilsdags fjallganga í ósnortinni náttúru Hornstranda. Gengið verður yfir læki, snjólagt svæði og gróskumikla dali. Á leiðinni eru engir göngustígar eða önnur merki um mannaferðir.
Hálfs dags fjallahjólaferð um fallega svæðið í kringum Ísafjörð. Þetta utanvegar ævintýri leiðir þig yfir snjóflóðavarnargarða og í gegnum skóga. Þú gætir jafnvel komið auga á foss á leiðinni.
Hálfs dags kajak róður á milli vestfirsku fjallanna sem gnæfa yfir Ísafirði. Þetta er ævintýri sem hentar byrjendum sem og þeim sem langar í spennandi innsýn í þá frábæru íþrótt sem sjókajak er.