Ferð um stórbrotið landslag – Dagur í Hornvík
Komdu með okkur í ógleymanlegt ferðalag um friðland Hornstranda, eina mestu náttúruperlu landsins. Baðaðu þig í óspilltri náttúrufegurð á göngu um grasi þakin fuglabjörg sem rísa hátt úr sjó, og eru heimili óteljandi fugla tegunda. Hvort sem þú ert mikill göngu garpur, auðmjúkur náttúrunnandi eða hvorutveggja, verður þú ekki svikinn af útsýni yfir hina afskekktu Hornvík, og hennar villtu náttúru.
Ef þú hefur aðeins einn dag til þess að skoða þig um á Hornströndum, getur reynst erfitt að ákveða hvert á að fara, þegar stórbrotið landslag blasir við hvert sem litið er. Ósjaldan hefur Hornvík orðið fyrir valinu, og við mælum hiklaust með þeim kosti.
Það er óhætt að segja að Hornvík sé engu lík, og fyllilega þess virði að gera sér ferð þangað til þess að upplifa hið ósnortna umhverfi og villta gróður- og dýralíf. Í lok dags gefst færi á að slappa af og njóta þess að virða fyrir sér einstakt landslag og fegurð Hornstranda, um borð í bátnum á leið til Ísafjarðar.
Hornvík er ekki aðeins áfangastaður sem vert er að sjá – heldur býður hún upp á tækifæri til þess að dýpka og endurvekja tengingu við þá ósnortu og villtu náttúru, sem þessi perla norðursins býr yfir.