rain

3°C

Ísafjörður

snow

-0°C

Hornbjargsviti

Grænahlíð

Göngum upp á topp Grænuhlíðar, þar sem fuglarnir sveima yfir þér og sagan er í loftinu.

Þessi ferð er blanda af ósnertri náttúru og hrífandi sögu Hornstranda.
Við munum skoða rústir af breskri ratsjárstöð frá seinni heimsstyrjöldinni, sjá margar tegundir íslenskra fugla og ganga meðfram stórfenglegum klettum.

Efni ferðarinnar

Yfirlit ferðar

Lýsing

Ferðin byrjar á fallegri sandfjöru í Aðalvík, sem í marga áratugi var hið besta skjól fyrir sjómenn þegar stormur skall á í Atlantshafi. Við fikrum okkur rólega í nærliggjandi dal og fylgjum síðan gömlum jeppaförum í átt að bresku ratarstöðinni frá seinni heimsstyrjöldinni, sem situr á toppi Grænuhlíðar. Þessi hækkun er krefjandi en verðlaunar þig með stórkostlegu útsýni yfir Hornstrandir og upplifuninni að sjá sögulegar leifar Darra, ratarstöðvarinnar. Við byrjum síðan að lækka okkur eftir þéttum klettum Grænuhlíðar með fuglalífið allt í kringum þig.

Á heiðskýrum degi, getum við séð yfir allt Ísafjarðardjúpið og inn í Jökulfirðina. Mundu síðan að hafa augun opin fyrir refum.

 

Byrjunarstaður:  Þjónustumiðstöðin okkar (hvítur gámur) Ísafjarðarhöfn.

Brottför: kl: 09:00. Mæting hálftíma fyrir brottför.

Lágmarksaldur: 16 ára.

Hópastærð: Við þurfum minnst 2 þátttakendur til að geta farið í ferðina. Mest geta 10 manns komið með, en flestar ferðirnar eru með á milli 4-6 þátttakendur.

Erfiðleikastig:  Krefjandi.

Lengd ferðar: 11 klukkutímar.

Innifalið: Bátsferð og faglegur leiðsögumaður

Myndir

Ferðaáætlun

Við hittumst í Þjónustumiðstöðinni okkar (hvítur gámur) hálftíma fyrir brottför. Þar förum við yfir helstu öryggisatriði, svörum spurningum þínum og gerum okkur klár fyrir brottför.
Síðan komum við okkur í bátinn og siglum frá Ísafjarðarhöfn kl: 09:00.

Eftir um klukkutíma siglingu, með glæsilegu útsýni yfir firði og fjöll, komum við að landi í Aðalvík. Handan við ströndina sjáum við Látra, sjávarþorp sem eitt sinn var í blóma. Þaðan fylgjum við gömlum jeppaförum sem leiða okkur upp fjallið í átt að gamalli herstöð sem situr á toppnum.

Eftir gönguna upp fjallið, þar sem við fengum stórfenglegt útsýni yfir dali, berjarunna og niðandi læki, komum við að bresku ratsjárstöðinni sem var byggð árið 1943. Þar munum við skoða leifar af rafstöðvum, vöruhúss og bækistöð hermanna. Einnig munum við sjá virkis turninn sem hýsti Oerlikon 20mm fallbyssuna. Þetta var mjög leynileg aðgerð í stríðinu og tilgangurinn var að fylgjast með flugvélum óvina eða skipum sem komu inn á Íslandsmið.

Þarna getum við líka kíkt fram yfir klettabrúnina og séð öldurnar skellast í klettana, næstum því 500m fyrir neðan. Margar fuglategundir verpa í þessum sömu klettum, þar á meðal mávar, fýlar og langvíur. Svo gæti glittað í lataglaða lundann fljúga hátt yfir sjávarmálinu og nota lóðrétta vindgustinn frá klettunum til að svífa áreynslulaust.

Við fylgjum þessum klettum og lækkum okkur svo rólega niður í átt að litlu stöðuvatni sem kallað er Teistuvatn, þar getum við séð tignarlega svani og ritur synda um á vatninu.

Báturinn sækir okkur á Sléttu, þar er gyllt strönd, viti og svo sjáum við oft forvitna seli synda framhjá. Þaðan siglum við til Ísafjarðar. Hafðu augun opin því þú gætir séð hvali á heimleiðinni.

Þessi ferðaáætlun er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða aðstæðna.

Hvað þarf að taka með?

  • Hlý útiföt. Forðastu að klæðast bómul, þar sem bómullin er bæði lengi að þorna og heldur ekki hita þegar hún blotnar.
  • Vatnsheldan jakka og buxur
  • Háa vatnshelda gönguskó með góðum ökklastuðningi.
  • Húfu og hanska.
  • Sólgleraugu.
  • Sólarvörn og Aftersun krem
  • Lítinn bakpoka
  • Nesti fyrir daginn. Eina eða tvær samlokur og þitt uppáhalds snarl.
  • Vatnsflaska
  • Ekki gleyma myndavélinni þinni!

Algengar spurningar

Gangan er um 15km og það eru engir göngustígar á leiðinni. Landslagið er mest megnis auðvelt yfirferðar, þó er partur af ferðinni gróft undirlag með lausagrjóti. Við byrjum við sjávarmál og hæsti punkturinn í ferðinni er um 500m, sem þýðir að við munum hækka okkur um 500m. Ef þú ert reglulega í fjallgöngum ættir þú ekki að eiga í vandræðum með þessa ferð.
Við sjáum oft refi í þessari ferð. Þar sem refir eru friðaðir á Hornströndum, eru þeir ekki feimnir við menn og því komumst við oft mjög nálægt þeim. Hins vegar, eru refir villt dýr og því enginn leið til að ábyrgjast það að við munum sjá þá.

Kort

Bóka ferð

Svipaðar ferðir

NEW!
Popular
Nýtt
Er Hornbjargið staður sem þig hefur alltaf langað til að skoða? Þá er þessi ferð fullkomin fyrir þig, full af ósnertri náttúru og villtu dýralíf allt í kringum þig.
14. júní, 2025
6. september, 2025
VINSÆLT!
Popular
Vinsælt
Þriggja daga ferð í óbyggðunum. Gisting í lúxus tjaldbúðum og ganga um heimsþekkt svæði, þar sem náttúran hefur verið við völd síðustu 70 ár. Upplifðu Hornbjargið, ríkt fuglalífið, refi, villta flóruna og þægilegar tjaldbúðir.
7. júní, 2025
4. september, 2025
Popular
Þrír dagar í óspilltri náttúru með villt dýralíf allt í kring um þig. Kvíadalurinn er svo sannarlega lifandi á þessum árstíma. Fjallgöngur, kajakferðir eða afslöppun í sána? Kvíadalurinn býður upp á allt þetta og margt fleira.
8. júní, 2025
31. ágúst, 2024
VINSÆLT!
Popular
Vinsælt
Skemmtileg heilsdags fjallganga í ósnortinni náttúru Hornstranda. Gengið verður yfir læki, snjólagt svæði og gróskumikla dali. Á leiðinni eru engir göngustígar eða önnur merki um mannaferðir.
1. júní, 2025
2. september, 2025