cloudy

6°C

Ísafjörður

cloudy

6°C

Hornbjargsviti

Popular

Víðátta Hornstranda

Ef einn dagur er allt sem þú hefur!

Fjallganga á svæði mjög norðarlega á Vestfjörðum, það norðarlega að þú liggur við bankar upp á hjá Heimskautsbaugnum. Það hefur ekki verið íbúi á svæðinu síðan Kvíar fóru í eyði árið 1948, því er svæðið mjög hrátt og ósnert. Eina leiðin til að komast þangað er á bát eða á tveimur jafnfljótum, sem veldur því að maður fær sannkallaða úti-tilfinningu og ævintýraþrá yfir sig.
Gangan sjálf fylgir gömlum vörðum meðfram stíg sem er eingöngu farinn af Borea Adventures. Á toppi Kvíarfjalls er þér síðan verðlaunað með óborganlegu og víðáttumiklu útsýni yfir hin ýmsu fjöll Hornstranda og Drangajökul sjálfan.

Efni ferðarinnar

Yfirlit ferðar

Lýsing

Þessi ferð er fullkomin leið til að kanna Hornstrandir á einum degi. Á þessu afskekkta svæði áttu eftir að upplifa óspillta náttúru, fjölbreytt dýralíf og stórbrotið útsýni. Til að fullkomna ferðina munum við síðan bjóða upp á ljúffengan heimagerðan kvöldverð í Kvíum, sem er endurgerði sveitabærinn okkar sem var upprunalega byggður árið 1921.

Um árabil hefur fjölskylda af refum komið sér fyrir í bakgarðinum á Kvíum og yrðlingarnir verða yfirleitt mjög forvitnir þegar gestir birtast.


Meeting point:
Þjónustumiðstöðin okkar (hvítur gámur), Ísafjarðarhöfn

Brottför: kl: 09:00. Mæting hálftíma fyrir brottför.

Lágmarksaldur: 12 ára.

Hópastærð: Við þurfum minnst 4 þátttakendur til að geta farið í ferðina. Mest geta 10 manns komið með, en flestar ferðirnar eru með á milli 4-6 þátttakendur.

Erfiðleikastig: Miðlungs.

Lengd ferðar: 10 klukkutímar.

Innifalið: Bátsferð, faglegur leiðsögumaður og ljúffengur heimagerður kvöldmatur

 

 

Myndir

Ferðaáætlun

Við hittumst í þjónustumiðstöðinni okkar (hvítur gámur) hálftíma fyrir brottför. Þar förum við yfir helstu öryggisatriði, svörum spurningum þínum og gerum okkur klár fyrir brottför. Síðan komum við okkur í bátinn og siglum frá Ísafjarðarhöfn kl: 09:00.

Eftir um klukkutíma siglingu, með glæsilegu útsýni yfir firði og fjöll, komum við að landi í Ádölum eða Steig í Veiðileysufirði.

Síðan tekur við þægileg ganga upp dalinn, yfir læki og gróið landslag, þar sem eru engir stígar eða önnur merki um mannaferðir. Við munum ná 460 metra hæð og upplifa glæsilegt útsýni yfir nærliggjandi firði. Einhvers staðar á leiðinni munum við tilla okkur við lítinn læk og gæða okkur á verðskulduðu nesti (endilega komið með ykkar eigið nesti t.d. samlokur og snarl)

Síðdegis, munum við lækka okkur niður í Kvíardal, í átt að gamla sveitabænum á Kvíum. Á meðan leiðsögumaðurinn þinn útbýr fyrir þig gómsætan kvöldverð, getur þú tekið því rólega og notið þeirrar friðsældar sem Kvíar hafa uppá að bjóða.

Eftir kvöldmatinn mun báturinn sækja okkur og við stefnum á að vera komin aftur til Ísafjarðar um kl: 19:00.


Þessi ferðaáætlun er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða aðstæðna.

Þessi ferðaáætlun er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða aðstæðna. Vegna veðurskilyrða, gæti verið að við snúum ferðinni við og byrjum hana í Hornvík. Við munum gera okkar besta til að sjá til þess að þessi ferð verður að veruleika.

Hvað þarf að taka með?

  • Hlý útiföt. Forðastu að klæðast bómul, þar sem bómullin er bæði lengi að þorna og heldur ekki hita þegar hún blotnar.
  • Háa vatnshelda gönguskó með góðum ökklastuðningi.
  • Húfu og hanska.
  • Sólgleraugu.
  • Sólarvörn og Aftersun krem
  • Lítinn bakpoka
  • Nesti fyrir daginn. Eina eða tvær samlokur og þitt uppáhalds snarl.
  • Vatnsflaska
  • Ekki gleyma myndavélinni þinni!

Algengar spurningar

Gangan er um 10km og það eru engir göngustígar á leiðinni. Því þarftu að undirbúa þig fyrir göngu í grófu undirlagi og lausagrjóti. Við byrjum við sjávarmál og hæsti punkturinn í ferðinni er um 460m, sem þýðir að við munum hækka okkur um 460m. Ef þú ert reglulega í fjallgöngum ættir þú ekki að eiga í vandræðum með þessa ferð.
Auðvitað. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum ekki öll gerð eins og höfum mismunandi þarfir. Við munum gera okkar allra besta til að koma til móts við þig. Vinsamlegast láttu okkur vita með fyrirvara ef þú ert með óskir varðandi mat og við munum plana matinn með þig í huga.
Um árabil hefur fjölskylda af refum komið sér fyrir í bakgarðinum á Kvíum og yrðlingarnir verða yfirleitt mjög forvitnir þegar gestir birtast. Hins vegar, eru refir villt dýr og því enginn leið til að ábyrgjast það að við munum sjá þá.

Kort

Bóka ferð

Svipaðar ferðir

VINSÆLT!
Popular
Vinsælt
Þriggja daga ferð í óbyggðunum. Gisting í lúxus tjaldbúðum og ganga um heimsþekkt svæði, þar sem náttúran hefur verið við völd síðustu 70 ár. Upplifðu Hornbjargið, ríkt fuglalífið, refi, villta flóruna og þægilegar tjaldbúðir.
6. júní, 2024
10. september, 2024
Popular
Heill dagur af fjallgöngu fyrir þá sem sækjast í náttúru og sögu Hornstranda. Stórkostlegt útsýni yfir allt Ísafjarðardjúpið.
3. júní, 2024
31. ágúst, 2024
Popular
Þrír dagar í óspilltri náttúru með villt dýralíf allt í kring um þig. Kvíadalurinn er svo sannarlega lifandi á þessum árstíma. Fjallgöngur, kajakferðir eða afslöppun í sána? Kvíadalurinn býður upp á allt þetta og margt fleira.
5. júní, 2023
6. september, 2023