rain

3°C

Ísafjörður

snow

-0°C

Hornbjargsviti

New

Róið með sjófugli

Skoraðu á þig og komdu með okkur í þessa ævintýralegu kajakferð

Þessi spennandi ferð byrjar í Seyðisfirði og þaðan verður róið framhjá eyjunni Vigur, þar sem fuglalífið er eins auðugt og það getur verið hér á Íslandi. Þú getur búist við því að sjá bæði lunda og æðarfugla, einnig eru fjölmargar selabyggðir í nágrenninu. Við munum róa meðfram afskekktum ströndum fyrir ofan heilu skógana af þara.

Efni ferðarinnar

Yfirlit ferðar

Lýsing

Að róa um í Ísafjarðardjúpinu með allt iðandi dýralífið í kringum þig og sjá jafnvel einn hval eða tvo, er upplifun sem er engu lík. Útsýnið sem tekur á móti þér, fjallasýnin og víðáttan, setur síðan punktinn yfir i-ið. Svæðið er paradís lunda og æðarfugla, og ævintýri líkast að fylgjast með þeim synda um á sjónum jafnt sem flögra um yfir höfðinu á þér.

 

Byrjunarstaður: Mávagarður C  (grá skemma) nálægt austur höfninni.

Brottför: kl: 09:00. Mæting hálftíma fyrir brottför.

Lágmarksaldur: 16 ára.

Hópastærð: Við þurfum minnst 2 þátttakendur til að geta farið í ferðina. Mest geta 8 manns komið með, en flestar ferðirnar eru með á milli 2-6 þátttakendur.

Erfiðleikastig: Miðlungs.

Lengd ferðar: 8 klukkutímar

Innifalið: Bílferð yfir í Seyðisfjörð, allur kajak búnaður og faglegur leiðsögumaður

Ekki innifalið: Nesti fyrir daginn

 

Myndir

Ferðaáætlun

Ferðalagið byrjar á bækistöðum okkar Mávagarði C, (grá skemma), þar sem þú hittir leiðsögumanninn þinn hálftíma fyrir brottför og færð þann búnað sem þú þarft fyrir ferðina. Eftir það keyrum við í um það bil 45 mínútur frá Ísafirði til Seyðisfjarðar, þar sem við munum staldra við og fara yfir öryggis reglur og grunn róðratækni.

Við byrjum að róa í átt að Folafóti, þar sem rústir eftir byggð þurrbúðarfólks í kringum aldamótin 1900 standa og óvenjuleg bergmyndun hefur átt sér stað vegna veðrunar. Á leiðinni höfum við augun opin fyrir selum og hvölum sem oft vafra inn í fjörðinn.

Við höldum áfram kajak ferðalaginu og róum að vesturhlið eyjunnar Vigur, þar sem mikið er um lundabyggðir. Ef að veður og sjólag leyfir getum við staldrað við og fengið okkur nesti í félagsskap lundans.

Ef hópurinn er enn fullur af orku og til í meiri róður, þá getum við róið inn í Hestfjörðinn og heimsótt selabyggðina sem hefur gert sig heimakæra á Folafóti. Á leiðinni til baka, munum við síðan taka okkur stutta pásu nálægt gömlum sveitabæjarrústum, til að safna kröftum fyrir síðasta spölinn að botni Seyðisfjarðar. Síðan keyrum við til baka til Ísafjarðar.

 

Hvað þarf að taka með?

  • Ullar eða flís fatnað, frá toppi til táar. Forðastu að klæðast bómul, þar sem bómullin er bæði lengi að þorna og heldur ekki hita þegar hún blotnar.
  • Auka föt ef þú skyldir blotna.
  • Nesti fyrir daginn.
  • Sólhatt, sólgleraugu og sólarvörn
  • Vatnsflaska.
  • Ekki gleyma myndavélinni þinni!

Algengar spurningar

Þú getur tekið með þér myndavél og síma. En, eins og við öll vitum, fara raftæki og vatn ekki vel saman og því mikilvægt að fara varlega. Við hjá Borea berum ekki ábyrgð á persónulegum eigum þínum. Að því sögðu, þá er mjög ólíklegt að þú munir missa eða eyðileggja símann/myndavélina þína, þar sem við lendum örsjaldan í veltum. Annars mælum við með því að nota vatnshelt hulstur eða þurrpoka.
Bátarnir okkar eru mjög stöðugir og hvolfa örsjaldan, því er mjög ólíklegt að þú rennblotnir. Kajak búnaðurinn okkar mun halda þér þurrum að mestu leyti en hins vegar er eðlilegt að lenda í nokkrum skvettum á meðan verið er að róa.
Við notum sjókajaka úr plasti. Við erum bæði með eins manns kajaka sem og tveggja manna. Við mælum stórlega með því að nota tveggja manna kajaka í ferðunum okkar, þar sem þeir eru hraðari, stöðugri og mun félagslyndari heldur en eins manns kajakarnir. Þeir sem hafa miklu reynslu á að ferðast um á kajak vita kosti þess að vera á tveggja manna kajak, þannig þeir eru alls ekki bara fyrir byrjendur. Hins vegar ef þú hefur mikla reynslu og langar að vera á eins manns kajak er þér auðvitað velkomið að gera það.
Þessi ferð hentar þeim sem eru með einhverja reynslu af kajak. Til að geta róið lengri vegalengdir þarftu að vera með gott úthald og grunn róðratækni á hreinu. Ef þú ert byrjandi þá mælum við með ferðinni okkar ‘’Kajakferð á Pollinum’’

Kort

Bóka ferð

Svipaðar ferðir

NEW!
Popular
Nýtt
Önundarfjörður liggur á milli brattra fjallshlíða, þar sem hvíti sandurinn á ströndinni baðar sig í bláa vatninu. Það er einstök upplifun að róa í firðinum, þar sem náttúran umlykur þig, fuglar fljúga yfir þér og selirnir njóta þess að sóla sig á steinunum meðfram ströndinni.
24. maí, 2025
20. september, 2025
Popular
Þrír dagar í óspilltri náttúru með villt dýralíf allt í kring um þig. Kvíadalurinn er svo sannarlega lifandi á þessum árstíma. Fjallgöngur, kajakferðir eða afslöppun í sána? Kvíadalurinn býður upp á allt þetta og margt fleira.
8. júní, 2025
31. ágúst, 2024
VINSÆLT!
Popular
Vinsælt
Hálfs dags kajak róður á milli vestfirsku fjallanna sem gnæfa yfir Ísafirði. Þetta er ævintýri sem hentar byrjendum sem og þeim sem langar í spennandi innsýn í þá frábæru íþrótt sem sjókajak er.
19. maí, 2024
14. september, 2024