cloudy

6°C

Ísafjörður

cloudy

6°C

Hornbjargsviti

Popular

Þrír dagar á eyðislóðum

Upplifðu Hornvík með okkur í þrjá daga. Ævintýraleg ferð með góðum mat og stígum sem leiða þig að stórkostlegu útsýni.

Komdu með í ferðalag í gegnum villt landslag Hornstranda, þar sem við munum sýna þér allt það besta sem svæðið býður upp á. Náttúran á Hornströndum umbreytist algjörlega á kvöldin, refirnir kíkja úr grenum sínum í leit af æti og miðnætursólin skín beint inn í víkina. Því mælum við stórlega með því að plana meira en bara dagsferð yfir á strandir. Í enda dags er svo ekkert betra en að sitja í kampinum okkar, drekka te og spjalla við fólk með sama ævintýrahugarfar og þú.

Efni ferðarinnar

Yfirlit ferðar

Lýsing

Villt dýralífið er það sem einkennir þetta svæði hvað mest. Milljónir sjófugla fljúga um klettana yfir sumartímann og forvitnu refirnir reika um svæðið í leit af æti. Ásamt ríku dýralífi hefur þetta svæði einnig ríka sögu og leiðsögumennirnir okkar munu segja þér frá fólkinu sem bjó á svæðinu áður en það var yfirgefið stuttu eftir seinni heimsstyrjöldina.

Við komum til með að gista tvær nætur í kampinum okkar í Hornvík, þar sem þú færð þinn eigin bedda í tveggja manna tjaldi. Ljúffengir kvöldverðir verða síðan matreiddir í stóra tjaldinu okkar en þar verða oft til allskyns ævintýralegar samræður á milli ferðalanga.

Hornstrandir ættu svo sannarlega að vera á þínum ‘’bucket lista’’. Við sjáum um allan tjaldbúnað og mat, þannig þú þarft einungis að ferðast með lítinn bakpoka með þínum persónulegu eigum.

 

Innifalið:

  • Bátsferð fram og tilbaka frá Hornströndum
  • Allur matur
  • Gisting í Kvíum
  • Faglegur leiðsögumaður

Ekki innifalið:

  • Matur á fyrsta degi fram að brottför
  • Persónulegur búnaður og fatnaður

Erfiðleikastig: Miðlungs.

Myndir

Ferðaáætlun

Við hittumst á skrifstofunni okkar að Aðalstræti 17 (í miðbænum, aðalgatan) klukkutíma fyrir brottför. Þar förum við yfir helstu öryggisatriði, svörum spurningum þínum og gerum okkur klár fyrir brottför. Síðan komum við okkur í bátinn og siglum frá Ísafjarðarhöfn.
Á leiðinni í Veiðileysufjörð má sjá strandlengju Snæfjallastrandar og suðurhlið Hornstranda. Við mælum með því að hafa augun opin því hvalir skjóta oft upp kollinum á þessu svæði.
Þegar við komum í Veiðileysufjörð byrjum við gönguna yfir í Hornvík. Gangan er með hækkun upp í 520 metra í gegnum Hafnarskarðið. Það er oft snjór í skarðinu, en við munum fara rólega yfir og njóta útsýnisins á leiðinni.
Á toppi Hafnarskarðs sjáum við alla Hornvíkina með sínum oddhvössu tindum meðfram bjargbrúninni. Við byrjum síðan að lækka okkur í átt að kampinum þar sem við munum gæða okkur á ljúffengum heimagerðum mat.

Lengd: 12 km.
Hækkun: 550 m.

Eftir notalegan morgunverð byrjum við göngu dagsins á því að fara yfir Kýrskarðið og niður að vitanum í Látravík, þar sem við munum setjast niður og gæða okkur á hádegismat.
Höldum áfram meðfram klettabrúninni og í gegnum Almenningaskarð. Frábært útsýni yfir alla Hornvíkina mun blasa við þegar við göngum niður í Innstadal, en eftir það liggur leið okkar niður í fjöru.
Það eru góðar líkur á að sjá refinn í þessari göngu þar sem það eru refagreni meðfram klettunum og foreldrarnir uppteknir að veiða fyrir yrðlingana.
Næsta stopp er síðan við fossinn Drífanda. Þar verða sagðar sögur af ísbjarnafundum en ísbirnir hafa stundum synt eða rekið frá austurströnd Grænlands á þessar slóðir.
Þegar við erum búin með þennan góða hring, fáum við verðskuldaðan kvöldmat og hvílum fæturnar í kampinum okkar.
Lengd: 15 km.
Hækkun: 500 m.
Við byrjum daginn snemma og höldum í átt að eyðibýlinu Horn, strax eftir morgunverð. Gangan upp á Hornbjargið tekur síðan við og fyrsta stopp er á brúninni á Horni, þar sem útsýnið er stórkostlegt.
Göngum áfram á gras brekkunni meðfram bjargbrúninni upp að Miðfelli, á meðan við fylgjumst með þúsundir fugla, sem eiga heimkynni þarna yfir sumartímann, fljúga í kringum okkur. Síðasti upphækkunar kaflinn er upp frekar bratta grasbrekku, sú brekka er þó ekkert áhyggjuefni þar sem þú ert í öruggum höndum.
Við byrjum að lækka okkur niður í Miðdalinn en þar sjáum við vel niður klettabrúnina. Þetta er staðurinn þar sem harðjaxlarnir úr Hornvík sigu niður á hemp reipum til að sækja sér egg. Á hverju sumri sóttu þeir þúsundir eggja til að þrauka yfir langann veturinn.
Eftir góðan spöl komum við að litlu stöðuvatni í Miðdal. Þar dvelja svanir yfir sumartímann og einnig koma þangað ritur í hundraðatali og baða sig. Þetta er dásamleg sjón.

Því næst er gengið yfir Múlahrygginn og eftir það niður að fjöru. Við kveðjum Hornvík og alla vinalegu refina þegar báturinn sækir okkur um kl:14:00 og skilar okkur aftur á Ísafjörð.

Lengd: 14 km.
Hækkun: 450 m.

Þessi ferðaáætlun er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða aðstæðna. Vegna veðurskilyrða, gæti verið að við snúum ferðinni við og byrjum hana í Hornvík. Við munum gera okkar besta til að sjá til þess að þessi ferð verður að veruleika.

Hvað þarf að taka með?

Hafðu í huga að allt sem þú tekur með þér þarftu að bera á bakinu yfir einn dag. Reyndu að hafa eins léttann bakpoka og þú kemst upp með.

Við útvegum öll tjöld, svefnpoka, dýnur og kodda og þú munt ekki þurfa að bera þetta með þér. Hinsvegar er mikilvægt að þú munir eftir að koma með svefnpoka liner og koddaver.

  • Hlý útiföt. Forðastu að klæðast bómul, þar sem bómullin er bæði lengi að þorna og heldur ekki hita þegar hún blotnar.
  • Vatnsheldan hlífðarfatnað
  • Háa vatnshelda gönguskó með góðum ökklastuðningi.
  • Þunnir neoprene sokkar eru hentugir til að vaða ár. Þeir halda á þér hita. Léttir blautskór virka líka.
  • Lítið og létt handklæði.
  • Húfu og hanska.
  • Lítinn bakpoka. Fín stærð er 35-45 lítra.
  • Göngustafir gætu komið sér vel ef að þú ert ekki með gott jafnvægi eða ekki með mikla reynslu á að ganga um í grýttu landslagi.
  • Persónulegt sjúkrakit, þ. á m. plástrar, hálstöflur, varasalvi, sjóveikistöflur og fl. Ekki gleyma þínum eigin lyfjum sem þú gætir þurft á að halda (t.d. astmapúst, jafnvel þó þú notar það ekki reglulega)
  • Sólgleraugu.
  • Sólarvörn og aftersun krem.
  • Kíkir til að skoða dýralífið (Valfrjálst)
  • Vatnsflaska.
  • Svefnpoka liner og koddaver
  • Ekki gleyma myndavélinni!

Algengar spurningar

Gangan er um það bil 35 km í allt og við fylgjum stígum mest alla leiðina, en það verða erfiðir partar á leiðinni með lausu grjóti og þjöppuðum snjó. Ef þú ert vön/vanur að ganga fjöll ættiru ekki að eiga erfitt með þessa ferð. Við mælum þó alltaf með að taka nokkrar æfingar fjallgöngur áður en farið er í ferðina.
Auðvitað. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum ekki öll gerð eins og höfum mismunandi þarfir. Við munum gera okkar allra besta til að koma til móts við þig. Vinsamlegast láttu okkur vita með fyrirvara ef þú ert með óskir varðandi mat og við munum plana matinn með þig í huga.
Já það eru ár á leiðinni sem við þurfum vaða. En það er lítil hreyfing á vatninu og sandur í botninum. Vatnið gæti náð þér upp að hnjám og það er ekki erfitt yfirferðar. Það er þó kalt, þannig við mælum með að taka með þér neoprene sokka eða vaðskó.
Við sjáum oft refi í þessari ferð. Þar sem refurinn er friðaður á Hornströndum er hann frekar gæfur og stundum komumst við mjög nálægt honum. Hins vegar, eru refir villt dýr og því enginn leið til að ábyrgjast það að við munum sjá þá
Okkar helsta vandamál sem við höfum þurft að tækla er það að gestir eru ekki í viðeigandi skóbúnaði. Háir ökklaskór gefa mun betri stuðning og halda þér þurrari en lágir skór. Við göngum yfir alls kyns gróft landslag, þar á meðal blautt gras, laust grjót, snjó, læki og sand. Því er mikilvægt að vera í réttum skóbúnaði til að koma í veg fyrir áverka og vatnsheldir skór halda þér þurrari og heitum í þokkabót. Við mælum með Scarpa leður skóm eða nylon gerðinni með Gore Tex. Annars eru til margir aðrir framleiðendur sem gera góða gönguskó, líkt og La Sportiva, Mammut, Merrell og Meindl.
Já það er rétt. Allur tjaldbúnaður mun bíða eftir þér í Hornvík. Vinsamlegast komdu með þinn eiginn svefnpoka liner og koddaver. Vert er að minnast á að þú munt þurfa að bera allan þinn persónulega búnað á síðasta deginum. Reyndu því að pakka eins lítið og þú kemst upp með.

Kort

Bóka ferð

Svipaðar ferðir

Popular
Heill dagur af fjallgöngu fyrir þá sem sækjast í náttúru og sögu Hornstranda. Stórkostlegt útsýni yfir allt Ísafjarðardjúpið.
3. júní, 2024
31. ágúst, 2024
Popular
Þrír dagar í óspilltri náttúru með villt dýralíf allt í kring um þig. Kvíadalurinn er svo sannarlega lifandi á þessum árstíma. Fjallgöngur, kajakferðir eða afslöppun í sána? Kvíadalurinn býður upp á allt þetta og margt fleira.
5. júní, 2023
6. september, 2023
VINSÆLT!
Popular
Vinsælt
Skemmtileg heilsdags fjallganga í ósnortinni náttúru Hornstranda. Gengið verður yfir læki, snjólagt svæði og gróskumikla dali. Á leiðinni eru engir göngustígar eða önnur merki um mannaferðir.
2. júní, 2024
13. september, 2024